Vegan og glútenlaus sveppasósa

Vegan og glútenlaus sveppasósa

“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð.

Þetta er sveppasósa sem er létt í sér og minnir á gravy. Hún er að mestu lífræn, fyrir utan sveppina sem ég fann ekki lífræna, án aukaefna og glútenlaus. Passar vel með hnetusteik, með grænmetisbuffi, kartöflumúsinni… og ef þú spyrð krakkana mína þá má borða hana eintóma.

Hveiti er oft notað í sósur til að þykkja þær en hér nota ég kjúklingabaunamjöl sem inniheldur ekki glúten en virkar eins til þykkingar. Mörgum til mikillar gleði bætir það líka próteini í sósuna.

Read more

Kasjúostsfylltar eggaldinrúllur í tómatsósu

Kasjúostsfylltar eggaldinrúllur í tómatsósu

Eggaldinrétturinn sem slær alltaf í gegn. Rétturinn sem mér finnst svo gaman að bjóða uppá í matarboðum. Allir elska hann, bæði börn og fullorðnir og það besta að það er hægt að preppa hann snemma. Uppskriftin er einföld þó það fylgi henni smá dútl en hún samanstendur af kasjúosti, eggaldinsneiðum og tómatsósu sem svo er raðað saman í form.

Skrefin eru frekar óháð og auðvelt að undirbúa fyrr um daginn eða jafnvel daginn áður sem getur komið sér vel fyrir matarboð í opnu eldhúsi eða bara fyrir okkar dæmigerða upptekna hversdag. Ég allavega elska að geta flýtt fyrir mér.

Rétturinn getur staðið einn og sér en ég hef líka verið að bera hann fram með kartöflum í ofni ásamt salati og um daginn hafði ég hvítlauksbrauð með. Kryddraspinn er hægt að blanda útí hvítlauksolíu til að setja á brauð og hita það í ofni fyrir stökkt hvítlauksbrauð.

Read more

Pítur með shawarma kjúklingabaunafyllingu og heimagerðri hvítlauksssósu

Pítur með shawarma kjúklingabaunafyllingu og heimagerðri hvítlauksssósu

Ég er reglulega með kjötlausan kvöldmat sem er nú ekkert fréttnæmt í sjálfu sér en ég veit hins vegar fátt betra en þegar hann er einfaldur og fljótlegur líka. Kjúklingabaunir í dós eru í miklu uppáhaldi vegna þess að þær bjóða upp á endalausa möguleika. Hvort sem það er hummus, pottréttir, fyllingar í vefjur og pítur, ristaðar ofan á salat eða sem snakk og jafnvel sem uppistaða í köku þá eru þær bara bestar.
Þessar pítur eru brjálæðislega einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar. Shawarma krydd fæst í flestum verslunum en það er líka hægt að gera sína eigin blöndu ef vill. Svo er vissulega hægt að nota hvaða sósu sem er en þessi tiltekna hvítlaukssósa er í miklu uppáhaldi líka og á hana oft til í loftþéttu boxi í kælinum.

Read more

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Við höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn.
Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl.
Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.

Read more

Indverskur sætkartöflu- og blómkáls baunapottréttur með hýðishrísgrjónum – vegan

Indverskur sætkartöflu- og blómkáls baunapottréttur með hýðishrísgrjónum – vegan

Það er bara komið að því, haustið handan við hornið, skólarnir að byrja og rútínan að taka við. Einhverjir dusta rykið af löngu gleymdum áramótaheitum og vetrarmaturinn fer hægt og rólega að taka yfir létt salöt og grillrétti.

Pottréttir eins og þessi eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki bara af því að hann er ótrúlega bragðgóður og eldar sig næstum sjálfur, heldur er þetta alveg ótrúlega ódýr réttur, næringarríkur og passar akkúrat inn í kjötlausu dagana þar sem hann er vegan. Ég tók reyndar saman hvað innihaldsefnin gætu kostað og í allan réttinn gæti það verið um 1500 krónur og þá er ennþá afgangur af nokkrum innihaldsefnum. Mér reiknast til að skammtarnir séu um 8 og er þetta því líklega með hagkvæmustu kostum sem hægt er að bjóða upp á í kvöldmat. Að auki frystist hann mjög vel og upplagt að setja afganga í frysti og taka síðar með í nesti.

Read more

Mexíkóskt quinoa salat

Mexíkóskt quinoa salat

Quinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og inniheldur trefjar. Það hefur nokkuð hlutlaust bragð sem bíður uppá allskonar möguleika fyrir kryddskúffuna.

Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Read more

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.

Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bragð.

Til að bæta því við þá hafði maður minn orð á því hversu geggjuð þessi dressing væri… sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt þar sem hann þykist ekki borða rúsínu, sinnep né edik. Lol. 😉

Read more

Heitar krossbollur með kanil, vanillu og dökku súkkulaði

Heitar krossbollur með kanil, vanillu og dökku súkkulaði

Hot cross buns eða heitar krossbollur eru bakaðar víða um heim um páskana og yfirleitt þá á föstudaginn langa. Þær koma í allskonar útfærslum, algengt er að þær innihaldi rúsínur, sultaða ávexti, appelsínubörk, súkkulaði eða hnetur. Þær tengjast bæði í kristni en einnig í heiðinn sið. Krossinn getur táknað kross Krists og vísað þannig í krossfestinguna. Í heiðnum sið táknar krossinn fjögur kvartilaskipti tunglsins og eru bollurnar fórn til gyðjunnar Eostre sem er gyðja vors og dögunar.
Þessar eru í vegan útgáfu með dökku súkkulaði, kanil og ekta vanillukornum. Þær passa sérlega vel í páskabrönsinn eða páskakaffið. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftina, setja rúsínur til móts við súkkulaðið, sleppa kanil og setja rifinn appelsínubörk osfrv.
Þær passar mjög vel í páskabrönsinn eða páskakaffið og eru bestar ylvolgar með smjöri.

Read more