fbpx

Mexíkóskt quinoa salat

Quinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og inniheldur trefjar. Það hefur nokkuð hlutlaust bragð sem bíður uppá allskonar möguleika fyrir kryddskúffuna. Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 msk ólífuolía (má sleppa)
 4 msk tómatpúrra
 2 msk jurtakraftur, ég nota gerlausan frá Rapunzel
 2 tsk malaður kóríander
 2 tsk broddkúmen (malað cumin)
 4 tsk papríkuduft
 1 tsk laukduft
 ½ tsk cayannepipar
 4 dl lífrænt quinoa frá Rapunzel
 8,50 dl vatn
 1 stk gular baunir, ég nota lífrænar frá Rapunzel
 1 stk soðnar lífrænar nýrnabaunir, t.d. Rapunzel
Gott með
 Avocado / guacamole
 Kóreander
 Chiliflögur
 Salatblöð
 Ferskir kokteiltómatar
 Rauðlaukur
 Sýrður rjómi (hafra eða kasjú)
 Lime

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja olíu, vatn, tómatpúrru, jurtakraft og krydd í pott og náið upp suðu og hrærið svo tómatpúrran leysist örugglega upp.

2

Bætið quinoanu útí pottinn og sjóðið með loki á vægum hita í 10-12 mínútur. Ath tómatpúrrann vill setjast á botninn svo það er mikilvægt að hræra í pottinum reglulega annars getur quinoað brunnið við í botninum.

3

Þegar quinoað hefur soðið í u.m.þ.b 9 mínútur eða þegar quinoað hefur ekki náð að draga allan vökvann í sig má bæta baununum útí og hræra vel. Setjið lokið aftur á bíðið þar til quinoað dragi restina af vökvanum í sig. Einnig er hægt að bíða eftir að quinoað sé fulleldað og bæta baununum þá útí og leyfa þeim að hitna með lokið á í nokkrar mínútur (ekki á hellunni).

4

Berið fram með salati að eigin vali.

Njótið!


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 msk ólífuolía (má sleppa)
 4 msk tómatpúrra
 2 msk jurtakraftur, ég nota gerlausan frá Rapunzel
 2 tsk malaður kóríander
 2 tsk broddkúmen (malað cumin)
 4 tsk papríkuduft
 1 tsk laukduft
 ½ tsk cayannepipar
 4 dl lífrænt quinoa frá Rapunzel
 8,50 dl vatn
 1 stk gular baunir, ég nota lífrænar frá Rapunzel
 1 stk soðnar lífrænar nýrnabaunir, t.d. Rapunzel
Gott með
 Avocado / guacamole
 Kóreander
 Chiliflögur
 Salatblöð
 Ferskir kokteiltómatar
 Rauðlaukur
 Sýrður rjómi (hafra eða kasjú)
 Lime

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja olíu, vatn, tómatpúrru, jurtakraft og krydd í pott og náið upp suðu og hrærið svo tómatpúrran leysist örugglega upp.

2

Bætið quinoanu útí pottinn og sjóðið með loki á vægum hita í 10-12 mínútur. Ath tómatpúrrann vill setjast á botninn svo það er mikilvægt að hræra í pottinum reglulega annars getur quinoað brunnið við í botninum.

3

Þegar quinoað hefur soðið í u.m.þ.b 9 mínútur eða þegar quinoað hefur ekki náð að draga allan vökvann í sig má bæta baununum útí og hræra vel. Setjið lokið aftur á bíðið þar til quinoað dragi restina af vökvanum í sig. Einnig er hægt að bíða eftir að quinoað sé fulleldað og bæta baununum þá útí og leyfa þeim að hitna með lokið á í nokkrar mínútur (ekki á hellunni).

4

Berið fram með salati að eigin vali.

Njótið!

Mexíkóskt quinoa salat

Aðrar spennandi uppskriftir