fbpx

Heitar krossbollur með kanil, vanillu og dökku súkkulaði

Hot cross buns eða heitar krossbollur eru bakaðar víða um heim um páskana og yfirleitt þá á föstudaginn langa. Þær koma í allskonar útfærslum, algengt er að þær innihaldi rúsínur, sultaða ávexti, appelsínubörk, súkkulaði eða hnetur. Þær tengjast bæði í kristni en einnig í heiðinn sið. Krossinn getur táknað kross Krists og vísað þannig í krossfestinguna. Í heiðnum sið táknar krossinn fjögur kvartilaskipti tunglsins og eru bollurnar fórn til gyðjunnar Eostre sem er gyðja vors og dögunar. Þessar eru í vegan útgáfu með dökku súkkulaði, kanil og ekta vanillukornum. Þær passa sérlega vel í páskabrönsinn eða páskakaffið. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftina, setja rúsínur til móts við súkkulaðið, sleppa kanil og setja rifinn appelsínubörk osfrv. Þær passar mjög vel í páskabrönsinn eða páskakaffið og eru bestar ylvolgar með smjöri.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 ml Oatly ikaffe Barista haframjólk
 50 g vegan smjör, mjúkt
 0,50 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 500 g hveiti
 2,50 tsk þurrger
 1 tsk mulið sjávarsalt
 2 tsk kanill
 120 70% súkkulaði frá Rapunzel, gróft saxað
 70 g hveiti
 5 msk vatn (kannski nokkrir dropar í viðbót)
 4 msk hlynsíróp frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Velgið haframjólkina þar til hún nær 32°C (rétt tæplega fingurvolg)

2

Setjið þurrefni í hrærivélaskál og setjið krókinn á.

3

Hrærið aðeins í þurrefnunum og bætið mjólkinni smám saman við á meðan vélin vinnur.

4

Bætið smjörinu saman við og látið vélina hnoða deigið í 7-8 á mínútur.

5

Saxið súkkulaðið gróft. Takið deigið úr skálinni og fletið það aðeins út með höndunum. Stráið hluta af súkkulaðinu yfir deigið og brjótið það saman. Stráið súkkulaðinu yfir þar sem ekkert súkkulaði er og brjótið aftur. Hnoðið deigið í smástund í höndunum þar til súkkulaðið er nokkurn veginn jafnt dreift í deiginu.

6

Spreyið skálina að innan með olíuspreyi, setjið deigið aftur ofan í og hyljið með rökum klút eða plastfilmu. Hefið í 90 mín eða þar til deigið hefur amk tvöfaldast.

7

Skiptið deiginu jafnt í 12 hluta. Mér finnst best að taka það úr skálinni og vigta og deila í 12 til að bollurnar verði sem jafnastar.

8

Setjið bökunarpappír á plötu. Mótið hverja bollu með því að toga yfirborðið undir hana og rúlla í lófanum á borðplötunni. Raðið þeim í 3x4 raðir á plötuna.

9

Hitið ofninn í 30°C og úðið hann að innan með vatni. Setjið bollurnar inn og hefið í ca. 25 mín. Einnig er hægt að hefa þær á volgum stað á borði, en þá er tíminn lengdur í ca. 40 mín.

10

Hitið ofninn í 200°C blástur.

11

Hrærið saman hveitinu og vatni þar til það verður eins og þykkt en meðfærilegt deig, það á ekki að leka. Setjið hveitiblönduna í lítinn poka og klippið lítið gat á eitt hornið.

12

Sprautið krossi yfir bollurnar, mér finnst best að sprauta eina lengju í einu hvert yfir bollurnar. Hveitiblandan verður hvít eftir baksturinn.

13

Bakið bollurnar í að minnsta kosti 15 mín. Gæti þurft að bæta 2-3 mínútum við tímann, fylgist bara vel með.

14

Þegar bollurnar koma heitar úr ofninum, setjið þá hlynsíróp í litla skál og penslið yfir bollurnar.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 ml Oatly ikaffe Barista haframjólk
 50 g vegan smjör, mjúkt
 0,50 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 500 g hveiti
 2,50 tsk þurrger
 1 tsk mulið sjávarsalt
 2 tsk kanill
 120 70% súkkulaði frá Rapunzel, gróft saxað
 70 g hveiti
 5 msk vatn (kannski nokkrir dropar í viðbót)
 4 msk hlynsíróp frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Velgið haframjólkina þar til hún nær 32°C (rétt tæplega fingurvolg)

2

Setjið þurrefni í hrærivélaskál og setjið krókinn á.

3

Hrærið aðeins í þurrefnunum og bætið mjólkinni smám saman við á meðan vélin vinnur.

4

Bætið smjörinu saman við og látið vélina hnoða deigið í 7-8 á mínútur.

5

Saxið súkkulaðið gróft. Takið deigið úr skálinni og fletið það aðeins út með höndunum. Stráið hluta af súkkulaðinu yfir deigið og brjótið það saman. Stráið súkkulaðinu yfir þar sem ekkert súkkulaði er og brjótið aftur. Hnoðið deigið í smástund í höndunum þar til súkkulaðið er nokkurn veginn jafnt dreift í deiginu.

6

Spreyið skálina að innan með olíuspreyi, setjið deigið aftur ofan í og hyljið með rökum klút eða plastfilmu. Hefið í 90 mín eða þar til deigið hefur amk tvöfaldast.

7

Skiptið deiginu jafnt í 12 hluta. Mér finnst best að taka það úr skálinni og vigta og deila í 12 til að bollurnar verði sem jafnastar.

8

Setjið bökunarpappír á plötu. Mótið hverja bollu með því að toga yfirborðið undir hana og rúlla í lófanum á borðplötunni. Raðið þeim í 3x4 raðir á plötuna.

9

Hitið ofninn í 30°C og úðið hann að innan með vatni. Setjið bollurnar inn og hefið í ca. 25 mín. Einnig er hægt að hefa þær á volgum stað á borði, en þá er tíminn lengdur í ca. 40 mín.

10

Hitið ofninn í 200°C blástur.

11

Hrærið saman hveitinu og vatni þar til það verður eins og þykkt en meðfærilegt deig, það á ekki að leka. Setjið hveitiblönduna í lítinn poka og klippið lítið gat á eitt hornið.

12

Sprautið krossi yfir bollurnar, mér finnst best að sprauta eina lengju í einu hvert yfir bollurnar. Hveitiblandan verður hvít eftir baksturinn.

13

Bakið bollurnar í að minnsta kosti 15 mín. Gæti þurft að bæta 2-3 mínútum við tímann, fylgist bara vel með.

14

Þegar bollurnar koma heitar úr ofninum, setjið þá hlynsíróp í litla skál og penslið yfir bollurnar.

Heitar krossbollur með kanil, vanillu og dökku súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…