fbpx

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið. Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er. Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bragð. Til að bæta því við þá hafði maður minn orð á því hversu geggjuð þessi dressing væri… sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt þar sem hann þykist ekki borða rúsínu, sinnep né edik. Lol. 😉

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Salat
 1 stk haus af lífrænu toppkáli eða 1/2 haus af hvítkáli
Hampfræmæjó með dilli
 1 dl hampfræ
 1 tsk sinnep (dijon týpu)
 2 tsk dill
 1 msk smátt skorinn laukur
 1 msk eplaedik frá Beutelsbacher
 2 msk rúsínur (má skipta út fyrir döðlu)
 0,50 dl vatn
 nokkur saltkorn

Leiðbeiningar

1

Rífið niður toppkálið eða hvítkálið, mér finnst gott að nota mandolin, einnig hægt að nota matvinnsluvél en líka hægt að nota hníf að sjálfsögðu en reyna þá að skera það mjög þunnt.

2

Útbúið dressinguna með því að setja öll hráefnin í lítinn blender eða vítt glas ef nota á töfrasprota og maukið þar til orðið að sósu með jafnri áferð.

3

Hellið nú hluta af sósunni yfir kálið og blandið. Stærð kálhausa getur verið ólík svo það þarf svolítið að meta hversu mikið af sósunni þið viljið blanda við kálið…. ég get þó lofað að of mikil sósa er ekki að fara að gera salatið verra.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Salat
 1 stk haus af lífrænu toppkáli eða 1/2 haus af hvítkáli
Hampfræmæjó með dilli
 1 dl hampfræ
 1 tsk sinnep (dijon týpu)
 2 tsk dill
 1 msk smátt skorinn laukur
 1 msk eplaedik frá Beutelsbacher
 2 msk rúsínur (má skipta út fyrir döðlu)
 0,50 dl vatn
 nokkur saltkorn

Leiðbeiningar

1

Rífið niður toppkálið eða hvítkálið, mér finnst gott að nota mandolin, einnig hægt að nota matvinnsluvél en líka hægt að nota hníf að sjálfsögðu en reyna þá að skera það mjög þunnt.

2

Útbúið dressinguna með því að setja öll hráefnin í lítinn blender eða vítt glas ef nota á töfrasprota og maukið þar til orðið að sósu með jafnri áferð.

3

Hellið nú hluta af sósunni yfir kálið og blandið. Stærð kálhausa getur verið ólík svo það þarf svolítið að meta hversu mikið af sósunni þið viljið blanda við kálið…. ég get þó lofað að of mikil sósa er ekki að fara að gera salatið verra.

Verði ykkur að góðu.

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Aðrar spennandi uppskriftir