Granóla með hlynsírópi og pekanhnetumAð gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn.
Vegan nachosNachos veisla með steiktum baunum og hafrarjómaosti.
Ljúffengur Cajun pastaréttur með kremaðri sósuÞessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Lífrænir granólabitar með kókossmjöriLífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsírópi, kókos- og möndlusmjöri með döðlum og toppað með súkkulaði. Rapunzel kókos- & möndlusmjörið með döðlunum er tilvalið í bakstur og líka bara eitt og sér til að setja toppinn yfir i-ið.
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáaÞessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið.
Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöriÞað er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.
1 4 5 6 7 8 11