Olgu múslí – einfaldasta og besta múslí sem til er

  ,   

maí 17, 2021

Brjálæðislega einfalt og fljótlegt auk þess að vera mjög næringarríkt. Börnin elska þetta og fullorðnir líka!

Hráefni

1 bolli blönduð fræ, ég blandaði saman sólblóma, sesam og hörfræjum

1 bolli grófir hafrar, t.d frá Rapunzel

1 bolli þurrkaðar döðlur, t.d frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að setja fræin í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til fræin hafa mulist niður

2Setjið hafra og döðlur út í og látið vélina vinna þar til múslíið hefur fengið þá áferð sem þið kjósið, mér finnst gott að hafa það frekar fínt

3Setjið út á súrmjólk, gríska jógúrt eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Mangó lassi með ástaraldin og elsku Oatly

Langar þig í nýtt bragð? Bragðbættu hreinu hafragúrtina frá Oatly með mangó og ástaraldin.

Morgunverðar burrito

Þetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.

Sítrónu- og bláberjamuffins

Hér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.