Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk

  ,   ,

janúar 5, 2021

Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur með falafel og fersku grænmeti.

Hráefni

1/2 bolli tahini, ég notaði ljóst frá Rapunzel

1 hvítlauksgeiri

2 msk ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel

1 msk hlynsíróp, ég notaði frá Rapunzel

1/2 tsk sjávarsalt

2 msk steinselja þurrkuð

6 msk vatn

Ólífuolía, sesamfræ og saxaður kóríander til skrauts

Leiðbeiningar

1Setjið allt í matvinnsluvél eða lítinn blandara og blandið vel saman.

2Setjið í litla skál og toppið með ólífuolíu, sesamfræjum og kóríander.

Uppskrift eftir Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Fyllt brauð

Mjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.