Lífrænt ræktað granóla með kókos og möndlusmjöri

  , , ,   

janúar 20, 2021

Einfalt granóla sem er lífrænt og vegan.

Hráefni

5 dl tröllahafrar frá Rapunzel

2 dl möndlur frá Rapunzel

2 dl pekanhnetur

1 dl kókoflögur frá Rapunzel

3 msk kókos og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel

2 msk kókosolía frá Rapunzel

3 msk hlynsíróp frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Skerið pekanhnetur og möndlur gróft.

2Blandið saman við tröllahafrana.

3Bræðið kókosolíu, möndlusmjör og hlynsíróp í potti.

4Hellið blöndunni út í haframjölið og blandið vel saman.

5Dreifið blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 20-25 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni og passið að hún brenni ekki.

6Blandið kókosflögunum saman við í lokin. Geymið í lokuðu íláti.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Geggjaðar brunchlokur

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.

Dásamlega fyllt baguette brauð

Tilvalið að bera fram í veislum.

Grísk jógúrtskál með kókos

Girnileg grísk jógúrt með kókos.