Fylltir smjördeigs snúðar með Oatly smurosti

  ,   

desember 7, 2020

VEGAN smjördeigssnúðar með ostafyllingu.

Hráefni

Tilbúið vegan smjördeig (fæst bæði í kæli og í frysti)

1 askja Oatly hafrasmurostur (Påmacken)

1 tsk laukduft

1/2 hvítlauksgeiri

örlítið salt

2-3 msk saxaður ferskur graslaukur

3-4 sveppir

1 lúka klettasalat

Leiðbeiningar

1Leyfið smjördeiginu aðeins að þyðna (ef notað er frosið deig þ.a.s.)

2Hrærið saman í skál rjómaostinum, hvítlauk, laukdufti, salti og graslauk.

3Saxið niður sveppina

4Smyrjið deigið með vel af rjómaostinum.

5Stráið sveppunum og klettasalatinu yfir degið.

6Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 2 cm þykka bita.

7Raðið á ofnplötu með smjörpappír og ýtið aðeins ofan á snúðana með höndunum eða sleikju.

8Smyrjið snúðana með smá oatly mjólk og stráið yfir þá sesamfræum.

9Bakið í 200°C heitum ofni í sirka 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðin fallega gylltir.

Uppskrift frá Veganistum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO terta

Það er eitthvað við Oreo sem erfitt er að standast. Það er eins og það verði einhvern veginn allt gott sem það er sett í hvort sem það er mjólkurhristingur, súkkulaðimús, ostakaka eða hvað. Þessi kaka er blaut í sér og kremið guðdómlegt. Hægt er að baka og frysta botnana með fyrirvara og hræra krem og skreyta deginum áður, kakan geymist vel í kæli svona kremhjúpuð.

Litlar OREO ostakökur

Ómótstæðileg OREO ostakaka með Milka súkkulaði í fullkominni skammtastærð fyrir einn.

Smákökur með Cadbury mini eggjum

Ef að þið elskið litlu súkkulaðieggin frá Cadburys þá munið þið elska þessar einföldu smákökur! Kökurnar renna ljúflega niður með kaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Tilvalið til að baka um helgina með krökkunum eða bara fyrir ykkur til að njóta.