Print Options:








Fylltir smjördeigs snúðar með Oatly smurosti

Magn1 skammtur

VEGAN smjördeigssnúðar með ostafyllingu.

 Tilbúið vegan smjördeig (fæst bæði í kæli og í frysti)
 1 askja Oatly hafrasmurostur (Påmacken)
 1 tsk laukduft
 1/2 hvítlauksgeiri
 örlítið salt
 2-3 msk saxaður ferskur graslaukur
 3-4 sveppir
 1 lúka klettasalat
1

Leyfið smjördeiginu aðeins að þyðna (ef notað er frosið deig þ.a.s.)

2

Hrærið saman í skál rjómaostinum, hvítlauk, laukdufti, salti og graslauk.

3

Saxið niður sveppina

4

Smyrjið deigið með vel af rjómaostinum.

5

Stráið sveppunum og klettasalatinu yfir degið.

6

Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 2 cm þykka bita.

7

Raðið á ofnplötu með smjörpappír og ýtið aðeins ofan á snúðana með höndunum eða sleikju.

8

Smyrjið snúðana með smá oatly mjólk og stráið yfir þá sesamfræum.

9

Bakið í 200°C heitum ofni í sirka 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðin fallega gylltir.