Sumarlegur mangó þeytingurÞað þarf ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott.
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetumAð gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn.
Bananabrauð með ferskum bláberjumÞetta bananabrauð er saðsamt og næringarríkt. Döðlusírópið færir því smá karamellukeim en bláberin koma með smá sýru á móti sætunni í bönununum.
Litlar ostafylltar brauðbollurGómsætar fylltar brauðbollur með rjómaosti og sesamblöndu, fullkomið með ísköldum bjór sem snakk eða forréttur.
Cappuchino kaka með silkimjúku kaffikremiÞessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Sweet chili kjúklingasúpaÞað eru svo margir kostir við að útbúa góða súpu. Þær má frysta, þær eru fljótlegar í gerð, hollar og mettandi, hagkvæmar og gott að bjóða uppá súpu þegar margir eru í mat. Ég mæli svo mikið með þessari dásemd!
1 17 18 19 20 21 41