Lambaspjót með trufflukremi

  ,   

júní 18, 2021

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Hráefni

Lambatruffluspjót

400 g lamba prime

1 dl Caj P. hickory grillolía

1 tsk ElleEsse truffluolía

1 stk rauðlaukur

4 stk grillspjót

salt og pipar

Grillaðir hickory bbq sveppir

250 g sveppir

1 dl Caj P. Hickory grillolía

1 dl Heinz Sweet BBQ sósa

salt og pipar

grillspjót

Parmareggio parmesanostur eftir smekk

Trufflukrem

4 msk Heinz majónes

100 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

1 msk ElleEsse truffluolía

salt og pipar

Borið fram með

klettasalat

furuhnetur

rifinn Parmareggio parmesanosti

Leiðbeiningar

Lambatruffluspjót

1Skerið lambakjötið í bita og veltið upp úr grill- og truffluolíunni.

2Þræðið kjötið á spjótin og setjið rauðlaukssneiðar á milli bitanna.

3Grillið spjótin í 10 mínútur eða þar til lambið er orðið vel brúnað.

4Kryddið með salti og pipar.

Grillaðir hickory bbq sveppir

1Takið stilka af sveppunum.

2Hrærið saman grillolíu og grillsósunni og blandið við sveppina.

3Þræðið sveppina á grillspjót.

4Kryddið með salti og pipar.

5Grillið í 4 mínútur á hvorri hlið.

Trufflukrem

1Hrærið upp í rjómaostinum , bætið majónesi saman við ásamt truffluolíu.

2Smakkið til með salti og pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur á teini með guðdómlegri gyðjusósu

Grillaður kjúklingur með bragðmikilli sósu.

Nauta rib-eye með Tabasco chimichurri

Draumur sælkerans, nautakjöt með heimagerðu chimichurri sem leikur við bragðlaukanna.

Nauta tataki

Sælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.