Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði

    

maí 25, 2021

Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!

Hráefni

115g kakósmjör*

60g dökkt kakó*

1/4 bolli hlynsíróp*

1/2 tsk vanilluduft*

Nokkur korn sjávarsalt

Kornflex lífrænt, magn eftir smekk.

Ristuð sesamfræ*

*Þessi hráefni eru lífræn & vegan frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Saxið kakósmjörið og bræðið í skál yfir vatnsbaði.

2Takið skálina af hitanum og hrærið kakói, hlynsírópi, vanillu og salti saman við. Hrærið vel með litlum písk þangað til engir kekkir eru í súkkulaðinu. Setjið kornflex út í, smá og smá í einu þar til þið eruð komið með það magn sem ykkur líkar.

3Setjið blönduna í möffins form og stráið ristuðum sesamfræjum yfir. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.

Uppskrift frá Völlu GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!