fbpx

Útileguskúffa

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

SKúffukaka
 460 g hveiti
 60 g Cadbury bökunarkakó
 290 g sykur
 220 g púðursykur
 1 ½ tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 120 g sýrður rjómi
 250 g AB mjólk
 3 egg
 180 ml matarolía
 3 tsk. vanilludropar
 330 ml heitt, sterkt kaffi
Krem
 300 g smjör við stofuhita
 60 g Cadbury bökunarkakó
 ½ tsk. salt
 400 g flórsykur
 130 g heit súkkulaðisósa (keypt tilbúin á flösku)

Leiðbeiningar

Skúffukaka
1

Hitið ofninn í 170°C, klæðið skúffukökuform með bökunarpappír að innan og spreyjið vel með matarolíuspreyji (eða spreyjið bara beint í formið).

2

Sigtið hveiti og bökunarkakó í hrærivélarskálina og bætið næst öðrum þurrefnum saman við hveitiblönduna.

3

Pískið allt „blautt“ saman í aðra skál og blandið síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélinni.

4

Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og þunnt deig hefur myndast.

5

Bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Krem
6

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.

7

Bætið kakóinu og saltinu saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

8

Bætið næst flórsykri og súkkulaðisósu saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli (ekki er þörf á því að hita sósuna, bara vigta hana beint úr flöskunni).

9

Þeytið kremið þar til létt og ljóst og smyrjið því næst yfir kökuna.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

SKúffukaka
 460 g hveiti
 60 g Cadbury bökunarkakó
 290 g sykur
 220 g púðursykur
 1 ½ tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 120 g sýrður rjómi
 250 g AB mjólk
 3 egg
 180 ml matarolía
 3 tsk. vanilludropar
 330 ml heitt, sterkt kaffi
Krem
 300 g smjör við stofuhita
 60 g Cadbury bökunarkakó
 ½ tsk. salt
 400 g flórsykur
 130 g heit súkkulaðisósa (keypt tilbúin á flösku)

Leiðbeiningar

Skúffukaka
1

Hitið ofninn í 170°C, klæðið skúffukökuform með bökunarpappír að innan og spreyjið vel með matarolíuspreyji (eða spreyjið bara beint í formið).

2

Sigtið hveiti og bökunarkakó í hrærivélarskálina og bætið næst öðrum þurrefnum saman við hveitiblönduna.

3

Pískið allt „blautt“ saman í aðra skál og blandið síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélinni.

4

Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og þunnt deig hefur myndast.

5

Bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Krem
6

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.

7

Bætið kakóinu og saltinu saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

8

Bætið næst flórsykri og súkkulaðisósu saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli (ekki er þörf á því að hita sósuna, bara vigta hana beint úr flöskunni).

9

Þeytið kremið þar til létt og ljóst og smyrjið því næst yfir kökuna.

Útileguskúffa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
AspasbrauðrétturBrauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur…
MYNDBAND
SúkkulaðisælaHér er á ferðinni súkkulaðisæla sem er í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultuna er notuð dásamleg súkkulaðismyrja