fbpx

Útileguskúffa

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

SKúffukaka
 460 g hveiti
 60 g Cadbury bökunarkakó
 290 g sykur
 220 g púðursykur
 1 ½ tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 120 g sýrður rjómi
 250 g AB mjólk
 3 egg
 180 ml matarolía
 3 tsk. vanilludropar
 330 ml heitt, sterkt kaffi
Krem
 300 g smjör við stofuhita
 60 g Cadbury bökunarkakó
 ½ tsk. salt
 400 g flórsykur
 130 g heit súkkulaðisósa (keypt tilbúin á flösku)

Leiðbeiningar

Skúffukaka
1

Hitið ofninn í 170°C, klæðið skúffukökuform með bökunarpappír að innan og spreyjið vel með matarolíuspreyji (eða spreyjið bara beint í formið).

2

Sigtið hveiti og bökunarkakó í hrærivélarskálina og bætið næst öðrum þurrefnum saman við hveitiblönduna.

3

Pískið allt „blautt“ saman í aðra skál og blandið síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélinni.

4

Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og þunnt deig hefur myndast.

5

Bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Krem
6

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.

7

Bætið kakóinu og saltinu saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

8

Bætið næst flórsykri og súkkulaðisósu saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli (ekki er þörf á því að hita sósuna, bara vigta hana beint úr flöskunni).

9

Þeytið kremið þar til létt og ljóst og smyrjið því næst yfir kökuna.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

SKúffukaka
 460 g hveiti
 60 g Cadbury bökunarkakó
 290 g sykur
 220 g púðursykur
 1 ½ tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 120 g sýrður rjómi
 250 g AB mjólk
 3 egg
 180 ml matarolía
 3 tsk. vanilludropar
 330 ml heitt, sterkt kaffi
Krem
 300 g smjör við stofuhita
 60 g Cadbury bökunarkakó
 ½ tsk. salt
 400 g flórsykur
 130 g heit súkkulaðisósa (keypt tilbúin á flösku)

Leiðbeiningar

Skúffukaka
1

Hitið ofninn í 170°C, klæðið skúffukökuform með bökunarpappír að innan og spreyjið vel með matarolíuspreyji (eða spreyjið bara beint í formið).

2

Sigtið hveiti og bökunarkakó í hrærivélarskálina og bætið næst öðrum þurrefnum saman við hveitiblönduna.

3

Pískið allt „blautt“ saman í aðra skál og blandið síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélinni.

4

Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og þunnt deig hefur myndast.

5

Bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Krem
6

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.

7

Bætið kakóinu og saltinu saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

8

Bætið næst flórsykri og súkkulaðisósu saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli (ekki er þörf á því að hita sósuna, bara vigta hana beint úr flöskunni).

9

Þeytið kremið þar til létt og ljóst og smyrjið því næst yfir kökuna.

Útileguskúffa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…