Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

  ,   

júní 1, 2021

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

12 döðlur

1 dl vatn

5 eggjahvítur

100 g döðlur, saxaðar

50 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel

1 1/2 dl kókosmjöl

100 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel (ég notaði með appelsínubragði)

2 msk kókosolía frá Rapunzel

1 /2 dl kókosmjólk frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1Hitið 12 döðlur og 1 dl vatni saman í potti. Látið malla við vægan hita þar til döðlurnar eru orðnar að mauki. Kælið.

2Stífþeytið eggjahvíturnar. Saxið 50g af súkkulaði, 100 g af döðlum og setjið saman við eggjahvíturnar ásamt döðlumauki og kókosmjöli. Blandið varlega saman við með sleif.

3Látið í um 20 cm form og bakið við 175°c í 20 mínútur. Takið úr ofni og kælið.

4Hitið 100 g súkkulaði, kókosolíu og kókosmjólk saman yfir vatnsbaði. Látið yfir kökuna.

5Skreytið kökuna með ferskum berjum og berið fram með rjóma.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Útileguskúffa

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.