Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

  ,   

júní 1, 2021

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

12 döðlur

1 dl vatn

5 eggjahvítur

100 g döðlur, saxaðar

50 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel

1 1/2 dl kókosmjöl

100 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel (ég notaði með appelsínubragði)

2 msk kókosolía frá Rapunzel

1 /2 dl kókosmjólk frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1Hitið 12 döðlur og 1 dl vatni saman í potti. Látið malla við vægan hita þar til döðlurnar eru orðnar að mauki. Kælið.

2Stífþeytið eggjahvíturnar. Saxið 50g af súkkulaði, 100 g af döðlum og setjið saman við eggjahvíturnar ásamt döðlumauki og kókosmjöli. Blandið varlega saman við með sleif.

3Látið í um 20 cm form og bakið við 175°c í 20 mínútur. Takið úr ofni og kælið.

4Hitið 100 g súkkulaði, kókosolíu og kókosmjólk saman yfir vatnsbaði. Látið yfir kökuna.

5Skreytið kökuna með ferskum berjum og berið fram með rjóma.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!