Bananabrauð með ferskum bláberjum

    

maí 17, 2021

Þetta bananabrauð er saðsamt og næringarríkt. Döðlusírópið færir því smá karamellukeim en bláberin koma með smá sýru á móti sætunni í bönununum.

Hráefni

2 egg

90g döðlusíróp frá Rapunzel

65g kókossykur frá Rapunzel

2 bananar vel þroskaðir

135g heilhveiti

70 g fínt haframjöl frá Rapunzel

3 tsk lyftiduft

1/2 tsk himalaya eða sjávarsalt

1 tsk vanilludropar

70g brædd kókosolía frá Rapunzel

150g fersk bláber (mega vera frosin)

Leiðbeiningar

1Þeytið saman egg, sykur og döðlusíróp þangað til blandað verður létt.

2Stappið banana og setjið aðeins til hliðar.

3Takið 1 msk af heilhveitinu frá. Blandið svo rest af hveiti, hafra, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið aðeins í með gaffli. Blandið saman við eggjablönduna.

4Bætið þá bönunum, vanilludropum og kókosolíu saman við.

5Veltið bláberjum upp úr 1 msk af hveilhveiti og blandið varlega saman við deigið með sleikju,

6Setjið í vel smurt ílangt (jólaköku) form og bakið við 180°C í ca. 50 mín.

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!