Kókos og hindberja smjördeigsbollaFyrir þá sem leggja ekki í að gera vatnsdeigsbollur frá grunni þá er þetta frábær lausn. Hér eru á ferðinni einfaldar bolludagsbollur með kókossmyrju.
KókosbollurKlassískar vatndeigsbollur með kókosbragði. Það kemur góður kókoskeimur í rjómann frá kókossmyrjunni og síðan gott að fá litla og seiga Yankie bita með í hverjum bita!
Litlar draumabollurSúkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!
Litlar ostakökur í glasi með hafrasúkkulaðikexi, jarðaberjum og vanilluÉg elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlumAllt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað saman í fatinu.
Chilli límónu kjúklingurFrábær kjúklingaréttur sem bragðast eins og sumar á diski, kærkominn á dimmum dögum og hvað þá heitum sumardögum. Blandan af chili, límónu og kóríander klikkar seint.
Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Áramóta ostakúlaGómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.
Hátíðlegur vegan eftirrétturHátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.
1 13 14 15 16 17 41