Íslenskt

Chilli límónu kjúklingurFrábær kjúklingaréttur sem bragðast eins og sumar á diski, kærkominn á dimmum dögum og hvað þá heitum sumardögum. Blandan af chili, límónu og kóríander klikkar seint.
Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Áramóta ostakúlaGómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.
Hátíðlegur vegan eftirrétturHátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.
Hnallþóra áramótannaAlmáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Ofurgott taco með andaconfitÉg segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
HátíðarostakakaOstakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Vegan jólaís með heslihnetusúkkulaðiBragðgóður og einfaldur vegan jólaís. Hann inniheldur Oatly vanillusósu, Oatly rjóma og hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingu frá Rapunzel. Vá hvað þessi blanda er góð og hátíðleg. Ég toppa svo ísinn með súkkulaðisósu úr dökku súkkulaðiáleggi frá Rapunzel ásamt ferskum berjum sem gerir hann extra hátíðlegan og fallegan.
1 13 14 15 16 17 40