fbpx

Áramóta ostakúla

Gómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 dl pekanhnetur
 40 ml síróp
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 300 g Philadelphia Sweet Chili rjómaostur
 2 msk smátt skorinn rauðlaukur
 3 msk smátt skornir sólþurrkaðir tómatar
 ½ dl smátt skorin pimiento papríka

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda pekanhnetum, sírópi og ólífuolíu saman.

2

Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 180°C. Hrærið reglulega í hnetunum og passið að þær brenni ekki.

3

Kælið hneturnar og skerið þær smátt.

4

Blandið saman rjómaosti, smátt skornum rauðlauk, smátt skornum sólþurrkuðum tómötum, smátt skorinni papriku og 1-2 msk af smátt skornum pekanhnetum

5

Mótið kúlu úr rjómaostablöndunni með höndunum

6

Dreifið pekanhnetunum á bökunarpappír og þekið rjómaostakúluna með þeim.

7

Setjið kúluna á fallegan disk eða bakka og berið fram með uppáhalds kexinu ykkar.


DeilaTístaVista

Hráefni

 2 dl pekanhnetur
 40 ml síróp
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 300 g Philadelphia Sweet Chili rjómaostur
 2 msk smátt skorinn rauðlaukur
 3 msk smátt skornir sólþurrkaðir tómatar
 ½ dl smátt skorin pimiento papríka

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda pekanhnetum, sírópi og ólífuolíu saman.

2

Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 180°C. Hrærið reglulega í hnetunum og passið að þær brenni ekki.

3

Kælið hneturnar og skerið þær smátt.

4

Blandið saman rjómaosti, smátt skornum rauðlauk, smátt skornum sólþurrkuðum tómötum, smátt skorinni papriku og 1-2 msk af smátt skornum pekanhnetum

5

Mótið kúlu úr rjómaostablöndunni með höndunum

6

Dreifið pekanhnetunum á bökunarpappír og þekið rjómaostakúluna með þeim.

7

Setjið kúluna á fallegan disk eða bakka og berið fram með uppáhalds kexinu ykkar.

Áramóta ostakúla

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…