fbpx

Litlar draumabollur

Súkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!

Magn22 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Vatnsdeigsbollur
 150 g hveiti
 1 tsk lyftiduft
 ¼ tsk salt
 140 g smjör
 270 ml vatn
 3 stk egg
Fylling
 ¾ stk Nusica súkkulaði- og heslihnetusmjör (krukka)
 500 ml þeyttur rjómi
 160 g Anthon Berg með nougat (4stk)
Súkkulaðiglassúr
 100 g brætt smjör
 200 g flórsykur
 3 msk Cadbury bökunarkakó
 3 tsk vanilludropar
 3 msk vatn

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.

3

Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit. Leyfið að bubbla aðeins og takið síðan af hellunni.

4

Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleikju þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.

5

Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni á meðan þið pískið eggin.

6

Setjið eggjablönduna næst saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Athugið að nota aðeins 130 g af eggjunum. Egg eru misstór og því gott að vigta þetta til þess að deigið verði ekki of þunnt.

7

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hver bolla má vera ein kúpt teskeið.

8

Bakið í 25-28 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá falla þær.

Fylling
9

Saxið Anthon Berg súkkulaðið smátt niður og vefjið varlega með sleikju saman við þeytta rjómann.

10

Smyrjið vel af Nusica á botninn á hverri bollu og fyllið síðan með rjómablöndunni.

11

Toppið með súkkulaðiglassúr.

Súkkulaðiglassúr
12

Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir bollurnar.


DeilaTístaVista

Hráefni

Vatnsdeigsbollur
 150 g hveiti
 1 tsk lyftiduft
 ¼ tsk salt
 140 g smjör
 270 ml vatn
 3 stk egg
Fylling
 ¾ stk Nusica súkkulaði- og heslihnetusmjör (krukka)
 500 ml þeyttur rjómi
 160 g Anthon Berg með nougat (4stk)
Súkkulaðiglassúr
 100 g brætt smjör
 200 g flórsykur
 3 msk Cadbury bökunarkakó
 3 tsk vanilludropar
 3 msk vatn

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.

3

Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit. Leyfið að bubbla aðeins og takið síðan af hellunni.

4

Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleikju þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.

5

Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni á meðan þið pískið eggin.

6

Setjið eggjablönduna næst saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Athugið að nota aðeins 130 g af eggjunum. Egg eru misstór og því gott að vigta þetta til þess að deigið verði ekki of þunnt.

7

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hver bolla má vera ein kúpt teskeið.

8

Bakið í 25-28 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá falla þær.

Fylling
9

Saxið Anthon Berg súkkulaðið smátt niður og vefjið varlega með sleikju saman við þeytta rjómann.

10

Smyrjið vel af Nusica á botninn á hverri bollu og fyllið síðan með rjómablöndunni.

11

Toppið með súkkulaðiglassúr.

Súkkulaðiglassúr
12

Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir bollurnar.

Litlar draumabollur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…