Allt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.