Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Snúðar í allskonar útgáfum er líklega bara með því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði er líka best og það er fátt sem toppar góðan kaffibolla. Hér er þetta allt komið saman í mýkstu og mest djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökkri kaffi og súkkulaðifyllingu þar sem ég nota 70% súkkulaði frá Rapunzel. Það súkkulaði er algerlega magnað í bakstur þar sem það er mjög dökkt en ekki biturt eins og margt annað svipað súkkulaði. Það sem gerir þá extra mjúka er rjóminn sem hellt er yfir þá fyrir baksturinn og svo auðvitað toppaðir með kaffi og súkkulaðikremi. Ég get sagt ykkur það að meira að segja þau sem drekka ekki kaffi eru sjúk í þessa!

Read more