Hér erum við með æðislega appelsínuköku, gott að bera fram með þeyttum rjóma.

Hér erum við með æðislega appelsínuköku, gott að bera fram með þeyttum rjóma.
Snúðar í allskonar útgáfum er líklega bara með því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði er líka best og það er fátt sem toppar góðan kaffibolla. Hér er þetta allt komið saman í mýkstu og mest djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökkri kaffi og súkkulaðifyllingu þar sem ég nota 70% súkkulaði frá Rapunzel. Það súkkulaði er algerlega magnað í bakstur þar sem það er mjög dökkt en ekki biturt eins og margt annað svipað súkkulaði. Það sem gerir þá extra mjúka er rjóminn sem hellt er yfir þá fyrir baksturinn og svo auðvitað toppaðir með kaffi og súkkulaðikremi. Ég get sagt ykkur það að meira að segja þau sem drekka ekki kaffi eru sjúk í þessa!
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!
Þessi eplaterta er dásamlega bragðgóð, fögur og heimilisleg í senn. Þetta er kaka sem slær í gegn á veisluborðum en hentar líka einstaklega vel sem helgarkaka með góðu kaffi. Fullkomin kaka fyrir þá sem elska epli og karamellu
Ef að þú elskar súkkulaði og ostakökur þá er þessi bomba fyrir þig.
Hér höfum við dásamlega köku með karamellu kremi og Cadbury Ganache
Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Fljótlegur og fallegur eftirréttur sem gleður bæði auga og bragðlauk! Fullkominn fyrir páskana – allt sett í litlar skálar og toppað með Cadbury mini eggjum og bræddu hvítu súkkulaði. Þið getið keypt tilbúinn marengsbotn til að einfalda ferlið og einblínt á að njóta.
Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.