fbpx

BBQ Taquitos með ranch sósu og ferskum maís

Stökkar taquitos fylltar með rifnum kjúklingi í BBQ sósu og rifnum osti, bornar fram með heimagerðri ranch sósu og ferskum maís. En hey, ekki láta fjölda á kryddum í sósunni stoppa þig! Hún er alveg sjúklega góð og það er mjög gott að nota þurrkað krydd í stað fersku kryddjurtanna eða þið getið sleppt einhverjum kryddum sem þið fílið ekki.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 ½ stk kjúklingur rifinn (gott að kaupa tilbúinn heilan kjúkling)
 2 dl Hunt´s BBQ Honey Mustard sósa
 salt og pipar
 litlar tortillur
 Philadelphia rjómaostur
 Rifinn cheddar ostur
Ranch sósa
 1 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 1 msk safi úr lime
 1 msk smátt skorin jalapeno úr krukku
 1 msk dill (ferskt eða þurrkað)
 1 msk steinstelja (fersk eða þurrkuð)
 1 msk kóríander (ferskur eða þurrkaður)
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
Maísbland
 2 stk ferskir maískólfar
 1 dl stappaður fetaostur
 2 msk Heinz majónes
 1 tsk cayenne pipar
 2 msk ferskur kóríander, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Rífið kjúklinginn smátt, setjið í skál og blandið BBQ sósu, salti og pipar saman við.

2

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Dreifið cheddar ostinum yfir, setjið 2-3 msk af kjúklingnum á tortillurnar og rúllið þeim upp.

3

Blandið saman í sósuna.

4

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða stökkar og gylltar. Það er einnig mjög gott að dreifa þeim á bökunarplötu þaktri bökunarpappír, pensla þær með ólífuolíu og baka í ofni við 190°C í 6-8 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

5

Berið fram með ranch sósu og ferskum maís og njótið.

Maísblanda
6

Pakkið maískólfunum í álpappír og bakið í 30 mínútur við 190°C.

7

Skerið maískornin af og blandið saman við stappaðan fetaost, majónes, cayenne pipar og ferskan kóríander.


Uppskrift eftir Hildi Rut

MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 ½ stk kjúklingur rifinn (gott að kaupa tilbúinn heilan kjúkling)
 2 dl Hunt´s BBQ Honey Mustard sósa
 salt og pipar
 litlar tortillur
 Philadelphia rjómaostur
 Rifinn cheddar ostur
Ranch sósa
 1 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 1 msk safi úr lime
 1 msk smátt skorin jalapeno úr krukku
 1 msk dill (ferskt eða þurrkað)
 1 msk steinstelja (fersk eða þurrkuð)
 1 msk kóríander (ferskur eða þurrkaður)
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
Maísbland
 2 stk ferskir maískólfar
 1 dl stappaður fetaostur
 2 msk Heinz majónes
 1 tsk cayenne pipar
 2 msk ferskur kóríander, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Rífið kjúklinginn smátt, setjið í skál og blandið BBQ sósu, salti og pipar saman við.

2

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Dreifið cheddar ostinum yfir, setjið 2-3 msk af kjúklingnum á tortillurnar og rúllið þeim upp.

3

Blandið saman í sósuna.

4

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða stökkar og gylltar. Það er einnig mjög gott að dreifa þeim á bökunarplötu þaktri bökunarpappír, pensla þær með ólífuolíu og baka í ofni við 190°C í 6-8 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

5

Berið fram með ranch sósu og ferskum maís og njótið.

Maísblanda
6

Pakkið maískólfunum í álpappír og bakið í 30 mínútur við 190°C.

7

Skerið maískornin af og blandið saman við stappaðan fetaost, majónes, cayenne pipar og ferskan kóríander.

BBQ Taquitos með ranch sósu og ferskum maís

Aðrar spennandi uppskriftir