fbpx

Guðdómleg gulrótarkaka með ristuðum pekanhnetum og rúsínum

Gulrótarkökur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds. Ég veit í sannleika sagt ekki af hverju ég hef ekki sett hana fyrr á síðuna en hún klárast alltaf upp til agna og er í miklu uppáhaldi hjá fleirum en mér. Í þessari er hellings næring og aðeins minni sykur en í þeim mörgum. Kókosolían frá Rapunzel er bragðlaus og frábær í bakstur eins og þessa köku. Ég nota einnig hafrahveiti á móti venjulegu hveiti en það gefur mjög gott bragð. Hafrarnir gera hana aðeins lausari í sér en hún er vel djúsí svo það kemur ekki að sök. Hún er svo toppuð með allra besta rjómaostakreminu og söxuðum pekanhnetum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 stk meðalstórar rifnar gulrætur, um það bil tveir bollar án þess að þjappa
 3 stk stór egg við stofuhita
 1 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk vanilludropar
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 1 bolli hveiti
 1 bolli hafrahveiti (Rapunzel hafrar malaðir í matvinnsluvél og svo mælt)
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk matarsódi
 ¾ tsk himalaya eða fínmalað sjávarsalt
 1 msk himalaya eða fínmalað sjávarsalt
 ¼ bolli pekanhnetur, saxaðar smátt
  bolli rúsínur
 ½ bolli bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
 ¼ bolli súrmjólk
 1 tsk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að rífa gulræturnar og setjið til hliðar.

2

Hitið ofn í 175°C blástur og klæðið 23x23cm form með bökunarpappír.

3

Setjið sykurinn og 1 egg í skál og þeytið, bætið einu eggi við í einu þar til blandan er létt og ljós.

4

Bætið við vanilludropum og vanillukornum og þeytið áfram í nokkrar sekúndur.

5

Setjið hveiti, hafrahveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og kanil saman við og hrærið í með sleif þar til deigið er nokkuð samfellt.

6

Bætið þá við olíu, súrmjólk og sítrónusafa og hrærið með sleifinni.

7

Setjið rifnar gulræturnar, rúsínur og saxaðar pekanhnetur saman við og hrærið í með sleif.

8

Smyrjið deiginu í formið og bakið í 30 mín. Kælið alveg.

9

Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Stráið söxuðum pekanhnetum yfir ef vill.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 stk meðalstórar rifnar gulrætur, um það bil tveir bollar án þess að þjappa
 3 stk stór egg við stofuhita
 1 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk vanilludropar
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 1 bolli hveiti
 1 bolli hafrahveiti (Rapunzel hafrar malaðir í matvinnsluvél og svo mælt)
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk matarsódi
 ¾ tsk himalaya eða fínmalað sjávarsalt
 1 msk himalaya eða fínmalað sjávarsalt
 ¼ bolli pekanhnetur, saxaðar smátt
  bolli rúsínur
 ½ bolli bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
 ¼ bolli súrmjólk
 1 tsk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að rífa gulræturnar og setjið til hliðar.

2

Hitið ofn í 175°C blástur og klæðið 23x23cm form með bökunarpappír.

3

Setjið sykurinn og 1 egg í skál og þeytið, bætið einu eggi við í einu þar til blandan er létt og ljós.

4

Bætið við vanilludropum og vanillukornum og þeytið áfram í nokkrar sekúndur.

5

Setjið hveiti, hafrahveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og kanil saman við og hrærið í með sleif þar til deigið er nokkuð samfellt.

6

Bætið þá við olíu, súrmjólk og sítrónusafa og hrærið með sleifinni.

7

Setjið rifnar gulræturnar, rúsínur og saxaðar pekanhnetur saman við og hrærið í með sleif.

8

Smyrjið deiginu í formið og bakið í 30 mín. Kælið alveg.

9

Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Stráið söxuðum pekanhnetum yfir ef vill.

Guðdómleg gulrótarkaka með ristuðum pekanhnetum og rúsínum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…