fbpx

Kókos og hindberja smjördeigsbolla

Fyrir þá sem leggja ekki í að gera vatnsdeigsbollur frá grunni þá er þetta frábær lausn. Hér eru á ferðinni einfaldar bolludagsbollur með kókossmyrju.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk Frosið smjördeig
 1 stk So Vegan So Fine Kókos smyrja (ein krukka)
 250 ml Oatly Visp rjómi
 Frosin hindber

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 200°c.

2

Takið þrjár plötur af smjördeigi úr pakkanum og leyfið að þiðna í 10 mín.

3

Þegar plöturnar eru þiðnar takið glas eða litla skál og stingið út fyrir tveimur hringjum á hverja smjördeigsplötu.

4

Leggið á bökunarpappírs klædda plötu og bakið í 12-15 mín. Leyfið að kólna.

5

Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka.

6

Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið 1-2 msk af kókos smyrjunni á hverja bollu, sprautið rjóma á bollurnar og takið þá frosin hindber og myljið þau í sundur með því að pressa á þau yfir hverja bollu. Lokið síðan bollunum.


Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk Frosið smjördeig
 1 stk So Vegan So Fine Kókos smyrja (ein krukka)
 250 ml Oatly Visp rjómi
 Frosin hindber

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 200°c.

2

Takið þrjár plötur af smjördeigi úr pakkanum og leyfið að þiðna í 10 mín.

3

Þegar plöturnar eru þiðnar takið glas eða litla skál og stingið út fyrir tveimur hringjum á hverja smjördeigsplötu.

4

Leggið á bökunarpappírs klædda plötu og bakið í 12-15 mín. Leyfið að kólna.

5

Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka.

6

Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið 1-2 msk af kókos smyrjunni á hverja bollu, sprautið rjóma á bollurnar og takið þá frosin hindber og myljið þau í sundur með því að pressa á þau yfir hverja bollu. Lokið síðan bollunum.

Kókos og hindberja smjördeigsbolla

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…