Granóla með hlynsírópi og pekanhnetumAð gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn.
Lífrænir granólabitar með kókossmjöriLífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsírópi, kókos- og möndlusmjöri með döðlum og toppað með súkkulaði. Rapunzel kókos- & möndlusmjörið með döðlunum er tilvalið í bakstur og líka bara eitt og sér til að setja toppinn yfir i-ið.
Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöriÞað er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.
Djúsí og dökkar brownies með möndlu- & kókossmjöriÞessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út.
Hnetu klumpar með hvítu súkkulaði og kókosNei vá. Þetta er bara með því besta sælgæti sem ég hef útbúið. Fáránlega einfalt í gerð og fá innihaldsefni. Það er nauðsynlegt að rista hneturnar áður en lengra er haldið en þannig verður bragðið bæði betra og þær stökkari. Ég mæli einnig með því að geyma molana í kæli eða frysti en hvítt súkkulaði...
Súkkulaði & möndlu orkukúlurÞessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku.
1 2 3 4