Enskar rúsínuskonsur & lemon curd

  , ,   

mars 26, 2020

Bragðgóðar skonsur, skemmtileg tilbreyting með kaffinu.

Hráefni

Skonsur

400g hveiti

3 tsk lyftiduft

5 msk sykur

120g ískalt smjör í litlum bitum

2 og 1/2dl nýmjólk köld

50g lífrænar rúsínur frá Rapunzel

rifinn börkur af einni sítrónu

1 tsk sítrónudropar

Lemon Curd

3 sítrónur - safi + raspaður börkur

1 og 1/2 bolli sykur

200g smjör

4 stór egg

1/2 bolli sítrónusafi (af sítrónunum)

1/4 tsk salt

Leiðbeiningar

Skonsur

1Setjið þurrefni í matvinnsluvélina og "púlsið" nokkrum sinnum, bætið við smjörinu og blandið rétt svo þannig að stærstu bitarnir af smjörinu séu á stærð við baunir.

2Setjið rúsínur, sítrónubörk og sítrónudropa og "púlsið" svona tvisvar. Bætið mjólkinni út í og blandið rétt svo þannig að deigið loði saman.

3Setjið á hveitistráða borðplötu og hnoðið lítillega, fletjið út þannig að deigið sé 2-3cm á þykkt. Skerið út skonsurnar með glasi eða hringlaga piparkökumóti. Varist samt að snúa glasinu í hringi þegar þið skerið kökurnar, best að skera bara beint niður. Þetta gæti haft áhrif á hvernig þær lyfta sér í ofninum. Leggið þær á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-14 mín eða þangað til þær eru gullinbrúnar. Látið kólna í svona 15 mín.

Lemon Curd

1Skolið sítrónurnar vel og þerrið. Raspið af þeim börkinn en passið að raspa bara gula hlutann, alls ekki fara niður í þetta hvíta, það er beiskt og ekki gott að hafa með.

2Setjið sykurinn og börkinn í matvinnsluvél og blandið saman í smástund. Bætið út í matvinnsluvélina smjörinu, salti og sítrónusafanum og blandið, bætið svo einu eggi úti í einu. Setjið blönduna í stálskál eða pott og hrærið stöðugt í yfir vatnsbaði. Hrærið stöðugt í þangað til blandan fer að þykkna. Þetta tekur svona 15 mínútur og mjög gott að gera þetta á meðan skonsurnar klára að bakast og kólna. Ekki freistast til þess að setja pottinn beint á helluna til þess að flýta fyrir, það er dæmt til þess að enda illa!

3Búðingurinn er svo tilbúinn þegar hann festist á sleif. Setjið í hreina krukku og kælið. Búðingurinn þykknar og stífnar þegar hann kólnar.

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kirsuberja bollakökur

Einfaldar og léttar kirsuberja bollakökur með Pascual jógúrti

Hindberjakókoskaka

Hindberjadraumur með kókostopp.

Bláberja bollakökur

Gómsætar bláberja bollakökur með smjörkremi.