Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar

  ,

júlí 1, 2020

Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og eggjaofnæmi.

Hráefni

300ml Oatly imat

1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel

1 msk kakó frá Rapunzel

3 msk hlynsíróp frá Rapunzel

1/2 tsk vanillukorn frá Rapunzel

örlítil klípa sjávarsalt

Leiðbeiningar

1Saxið súkkulaðið smátt

2Setjið öll innihaldsefnin í lítinn pott og bræðið saman á vægum hita. Hrærið vel

3Þegar allt er bráðið saman slökkvið þið undir og látið kólna niður í stofuhita

4Skiptið blöndunni í íspinnaform og frystið þar til gegnfrosið.

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

Súkkulaði & möndlu orkukúlur

Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.