Lífrænt fíkjunammi

  ,

apríl 16, 2020

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.

Hráefni

Botn:

1 dl möndlur

250 gr þurrkaðar fíkjur frá Rapunzel

2 msk bráðið kakósmjör frá Rapunzel

¼ tsk vanilluduft

1 msk möndlusmjör frá Rapunzel

Súkkulaðilag:

0,75 dl kakósmjör frá Rapunzel

2 msk möndlusmjör frá Rapunzel

0,5 dl hlynsíróp frá Rapunzel

2 msk kakaó frá Rapunzel

¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel

1 dl Kínóapúff frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Saxið fíkjurnar í litla bita og fjarlægið harða endann. Setjið möndlurnar í matvinnsluvél eða öflugan blender og leyfið þeim að verða að kurli. Bætið svo smátt skornu fíkjunum, kakósmjöri, vanillu og möndlusmjörinu útí. Setjið bökunarpappí í botninn á litlu eldföstu móti eða kökuformi og þjappið fíkjublöndunni í formið og geymið til hliðar.

2Útbúið súkkulaðið með því að hita hráefnin sem þarf í súkkulaðið í potti nema kínóapúffið. Hrærið stanslaust þar til allt hefur blandast og hitnað. Ath súkkulaðið skal ekki ná suðu.

3Hellið súkkulaðinu yfir fíkjubotninn og stráið svo kínóapúffi yfir og látið kólna inní frysti.

4Þegar súkkulaðið er storknað er fíkjunammið tilbúið og hægt að skera í litla ferninga og bera fram með kaffinu. Nammið geymist best í kæli.

Uppskrift eftir Hildi Ómars.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.