Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla

  , ,

mars 3, 2020

Algjört nammi! Appelsínu- og súkkulaði granóla.

Hráefni

1 poki Rapunzel hnetumix

2 dl Rapunzel kókosflögur

6 dl Rapunzel hafrar

2 lífrænar appelsínur (börkurinn af tveimur, safinn úr einni, ca 1 dl)

1 dl Rapunzel kókosolía

1 dl Rapunzel hlynsíróp

1 msk Rapunzel möndlusmjör

1/2 tsk Rapunzel vanilluduft

1 msk Rapunzel kakóduft

1/2 tsk himalyasalt

3 bitar Rapunzel appelsínusúkkulaði

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C

2 Hnetumixið og kókosflögur saxað smátt og blandað saman við hafrana í skál.

3Blandið saman kókosolíu, hlynsírópi, möndlusmjöri, kakói, vanillu og salti í potti ásamt berki af tveimur lífrænum appelsínum og safa úr einni, ca 1 dl. Leyfið blöndunni að hitna þar til kókosolían hefur bráðnað. Ath. blandan skal ekki ná suðu.

4Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu og bakið á 180°C í u.m.b. 20 -25 mínútur. Veltið granólanu til eftir 15 mínútur og fylgist vel með.

5Takið granólað út úr ofninum og leyfið því að kólna alveg á ofnplötunni. Bætið svo útí smátt sökkuðu appelsínusúkkulaði og geymið í loftþéttri krukku.

6Berið fram með Oatly jógúrti eða ískaldri lífrænni Oatly mjólk og ávöxtum.

Uppskrift frá Hildi Ómars.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Hjónabandssæla með döðlumauki

Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.