fbpx

Grískt salat með basil tófúteningum

“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með pastarétt… salatið er líka hægt að borða bara eitt og sér. Það er svo auðvitað hægt að nota tófúteningana í annarskonar salöt eins og t.d. quinoa eða pastasalöt eða útí pastasósuna eða sem hluta af fyllingu inní vefju eða pítu. Ég vona að færslan og uppskriftin veiti ykkur innblástur til að prófa ykkur áfram með tófú í sumar.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Basil tófúteningar:
 1 stk Tófúkubbur (450gr)
 1 stk lítil flaska Organic Liquid Basil (fæst í Nettó og Fjarðakaup)
 1 msk oregano krydd
 1,50 tsk jurtasalt*
 1,50 dl ólífuolía
Gríska salat:
 ½ stk krukka Steinlausar kalamataólífur
 1 stk box litlir íslenskir kokteiltómatar
 ¼ stk rauðlaukur
 ½ stk gúrka
 100 g furuhnetur
 ½ stk hluti af marineruðu basil tófúteningunum
 nokkur basil lauf

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skola tófúið og vefja því svo inní eldhúspappír / viskustykki og setja farg oná það og leyfa því að pressast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt inní ísskáp.

2

Takið svo utan af tófúinu og þerrið léttilega með þurrum klút / bréfi. Skerið tófúið í kubba og komið fyrir í skál.

3

Veltið tófúinu uppúr Organic Liquid basil, oregano og salti. *Saltmagnið fer svolítið eftir smekk, útlitslega mun tófúið minna á hlutverk fetaosts í grísku salati þó bragðið muni ekki verða eins en meira magn af salti gefur aðeins meiri ostafíling.

4

Komið tófúinu fyrir í krukku eða boxi og bætið gæða ólífuolíu útí og hristið krukkuna / boxið til að dreifa henni um kubbana. Leyfið nú tófúinu að marinerast í nokkra klukkutíma.

5

Útbúið salatið með því að skera niður grænmetið, rista furuhneturnar og blanda saman í skál. Bætið nú ca 1/3 af marineruðum basil tófú teningum útí og hrærið vel og toppið með smátt skornum basillaufum.

6

Salatið er hægt að borða sem máltíð eitt og sér en er einnig einstaklega skemmtilegt sem sumarlegt meðlæti með nánast hverju sem er.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Basil tófúteningar:
 1 stk Tófúkubbur (450gr)
 1 stk lítil flaska Organic Liquid Basil (fæst í Nettó og Fjarðakaup)
 1 msk oregano krydd
 1,50 tsk jurtasalt*
 1,50 dl ólífuolía
Gríska salat:
 ½ stk krukka Steinlausar kalamataólífur
 1 stk box litlir íslenskir kokteiltómatar
 ¼ stk rauðlaukur
 ½ stk gúrka
 100 g furuhnetur
 ½ stk hluti af marineruðu basil tófúteningunum
 nokkur basil lauf

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skola tófúið og vefja því svo inní eldhúspappír / viskustykki og setja farg oná það og leyfa því að pressast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt inní ísskáp.

2

Takið svo utan af tófúinu og þerrið léttilega með þurrum klút / bréfi. Skerið tófúið í kubba og komið fyrir í skál.

3

Veltið tófúinu uppúr Organic Liquid basil, oregano og salti. *Saltmagnið fer svolítið eftir smekk, útlitslega mun tófúið minna á hlutverk fetaosts í grísku salati þó bragðið muni ekki verða eins en meira magn af salti gefur aðeins meiri ostafíling.

4

Komið tófúinu fyrir í krukku eða boxi og bætið gæða ólífuolíu útí og hristið krukkuna / boxið til að dreifa henni um kubbana. Leyfið nú tófúinu að marinerast í nokkra klukkutíma.

5

Útbúið salatið með því að skera niður grænmetið, rista furuhneturnar og blanda saman í skál. Bætið nú ca 1/3 af marineruðum basil tófú teningum útí og hrærið vel og toppið með smátt skornum basillaufum.

6

Salatið er hægt að borða sem máltíð eitt og sér en er einnig einstaklega skemmtilegt sem sumarlegt meðlæti með nánast hverju sem er.

Verði ykkur að góðu.

Grískt salat með basil tófúteningum

Aðrar spennandi uppskriftir