fbpx

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Þegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en ‏það er einfaldlega n‎ýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 150 g hveiti
 35 g dökkt kakó
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk matarsódi
 ¼ tsk sjávarsalt
 65 g möndlumjöl
 150 g Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 190 ml haframjólk frá Oatly
 80 ml sólblómaolía
 1 msk sítrónusafi
 ½ tsk vanilluduft
 200 g Bionella súkkulaðiheslihnetusmjör frá Rapunzel
 Saxaðar heslihnetur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C á blæstri.

2

Setjið ‏þurrefnin í skál og hrærið í með sleif.

3

Setjið vökvann út í og hrærið vel saman.

4

Setjið bökunarpappír í 20cm kringlótt form og smyrjið deiginu í formið.

5

Bakið í ca. 30 mínútur, takið út og kælið að mestu.

6

Velgið súkkulaðismjörið í örbylgjuofni í nokkrar sekúndur og smyrjið ‏því á kökuna.

7

Stráið söxuðum heslihnetum og söxuðu súkkulaði yfir kökuna


Uppskrift eftir Völlu

Matreiðsla, , Merking

DeilaTístaVista

Hráefni

 150 g hveiti
 35 g dökkt kakó
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk matarsódi
 ¼ tsk sjávarsalt
 65 g möndlumjöl
 150 g Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 190 ml haframjólk frá Oatly
 80 ml sólblómaolía
 1 msk sítrónusafi
 ½ tsk vanilluduft
 200 g Bionella súkkulaðiheslihnetusmjör frá Rapunzel
 Saxaðar heslihnetur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C á blæstri.

2

Setjið ‏þurrefnin í skál og hrærið í með sleif.

3

Setjið vökvann út í og hrærið vel saman.

4

Setjið bökunarpappír í 20cm kringlótt form og smyrjið deiginu í formið.

5

Bakið í ca. 30 mínútur, takið út og kælið að mestu.

6

Velgið súkkulaðismjörið í örbylgjuofni í nokkrar sekúndur og smyrjið ‏því á kökuna.

7

Stráið söxuðum heslihnetum og söxuðu súkkulaði yfir kökuna

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…