Print Options:








Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Magn1 skammtur

Þegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en ‏það er einfaldlega n‎ýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.

 150 g hveiti
 35 g dökkt kakó
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk matarsódi
 ¼ tsk sjávarsalt
 65 g möndlumjöl
 150 g Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 190 ml haframjólk frá Oatly
 80 ml sólblómaolía
 1 msk sítrónusafi
 ½ tsk vanilluduft
 200 g Bionella súkkulaðiheslihnetusmjör frá Rapunzel
 Saxaðar heslihnetur eftir smekk
1

Hitið ofninn í 160°C á blæstri.

2

Setjið ‏þurrefnin í skál og hrærið í með sleif.

3

Setjið vökvann út í og hrærið vel saman.

4

Setjið bökunarpappír í 20cm kringlótt form og smyrjið deiginu í formið.

5

Bakið í ca. 30 mínútur, takið út og kælið að mestu.

6

Velgið súkkulaðismjörið í örbylgjuofni í nokkrar sekúndur og smyrjið ‏því á kökuna.

7

Stráið söxuðum heslihnetum og söxuðu súkkulaði yfir kökuna