Lífrænt hrökkbrauð

  ,   

apríl 6, 2021

Einfalt lífrænt hrökkbrauð sem allir geta gert heima.

Hráefni

1,5 dl Rapunzel sesamfræ

1,5 dl Rapunzel graskersfræ

1 dl Rapunzel sólblómafræ

1 dl Rapunzel gróft haframjöl

3,5 dl gróft spelt

1 ¼ dl Filippo Berio ólífuolía

2 dl vatn

Saltflögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnunum saman nema saltinu.

2Dreifið blöndunni á bökunarpappír og fletjið þunnt út með því að leggja aðra örk af bökunarpappír yfir og rúlla varlega yfir með kökukefli.

3Skerið í sneiðar og stráið saltflögunum yfir.

4Bakið við 200°C í 15-20 mínútur.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Granóla bitar með möndlusmjöri

Lífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsýrópi, kókos- og möndlusmjör með döðlum og toppað með súkkulaði.

Lífrænt ræktað granóla með kókos og möndlusmjöri

Einfalt granóla sem er lífrænt og vegan.

Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöri

Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.