Lífrænt hrökkbrauð

  ,   

apríl 6, 2021

Einfalt lífrænt hrökkbrauð sem allir geta gert heima.

Hráefni

1,5 dl Rapunzel sesamfræ

1,5 dl Rapunzel graskersfræ

1 dl Rapunzel sólblómafræ

1 dl Rapunzel gróft haframjöl

3,5 dl gróft spelt

1 ¼ dl Filippo Berio ólífuolía

2 dl vatn

Saltflögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnunum saman nema saltinu.

2Dreifið blöndunni á bökunarpappír og fletjið þunnt út með því að leggja aðra örk af bökunarpappír yfir og rúlla varlega yfir með kökukefli.

3Skerið í sneiðar og stráið saltflögunum yfir.

4Bakið við 200°C í 15-20 mínútur.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!

Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum

Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn.

Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði

Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka.