Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakakaOstakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.
S’mores kakaÞessi kaka er vægast sagt dásamleg. Það má ýmist grilla hana á útigrilli eða baka hana í ofni.
Sítrónu- og bláberjamuffinsHér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.
Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetumÞessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim.
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjumHvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur.
ÚtileguskúffaÞað jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.
Bananabrauð með ferskum bláberjumÞetta bananabrauð er saðsamt og næringarríkt. Döðlusírópið færir því smá karamellukeim en bláberin koma með smá sýru á móti sætunni í bönununum.
1 8 9 10 11 12 25