Sítrónu- og bláberjamuffins

  , , , ,   

júlí 19, 2021

Hér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.

Hráefni

2 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk himalayasalt

1,5 tsk vanilluduft (ég nota lífrænt frá Rapunzel en dropar virka líka)

1/2 bolli hrein Oatly jógurt

1/4 bolli lífræn kaldpressuð kókosolía

1 lífræn sítróna (bæði börkur og safi)

3 þroskaðir bananar

125 gr bláber

Leiðbeiningar

1Stillið ofninn á 175°C og blástur.

2Blandið öllum þurrefnum saman í skál.

3Bræðið kókosolíuna í heitu vatnbaði ef hún er ekki á fljótandi formi og bætið útí ásamt jógúrtinni, safanum af sítrónunni ásamt rifnum berkinum og stöppuðum bönununum og blandið vel.

4Að lokum er bláberjunum bætt útí.

5Loks er deiginu komið fyrir í muffinsform og bakað í 15 mínútur.

6Ótrúlega gott að hafa smá Oatly þeytirjóma með fyrir fínni tilefni.

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!