fbpx

Súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi

Klassískar súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi, skreyttar með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Bollakökur uppskrift
 150 g hveiti
 50 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. lyftiduft
 1 tsk. matarsódi
 ¼ tsk. salt
 60 g smjör við stofuhita
 60 ml ljós matarolía
 120 g sykur
 70 g púðursykur
 60 g dökkt súkkulaði (brætt)
 2 tsk. vanilludropar
 2 egg
 200 ml súrmjólk
 60 ml heitt uppáhellt kaffi
Rjómaostakrem og skraut
 180 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur
 2 tsk. vanilludropar
 ¼ tsk. salt
 2 msk. rjómi
 850 g flórsykur
 2-3 pokar Sour Patch Kids hlaupkarlar
 Marglitt kökuskraut

Leiðbeiningar

Bollakökur uppskrift
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Blandið hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.

3

Blandið næst smjöri, olíu, sykri,púðursykri saman í hrærivélarskálinni og hrærið á lágum hraða á meðan þið bætið síðan bræddu súkkulaði, vanilludropum, eggjum og súrmjólk saman við. Skafið niður á milli.

4

Setjið að lokum heitt kaffi í skálina og blandið því varlega saman við með sleif.

5

Setjið pappaform í álform og skiptið niður í 16-18 kökur.

6

Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.

7

Kælið alveg áður en þið setjið krem og skraut á kökurnar.

Rjómaostakrem og skraut
8

Þeytið smjör og rjómaost saman þar til orðið er létt og ljóst.

9

Bætið vanilludropum, salti og rjóma saman við og þeytið áfram.

10

Setjið síðan flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið niður á milli.

11

Setjið kremið í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1 M frá Wilton).

12

Sprautið vel af kremi upp í spíral og skreytið með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Bollakökur uppskrift
 150 g hveiti
 50 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. lyftiduft
 1 tsk. matarsódi
 ¼ tsk. salt
 60 g smjör við stofuhita
 60 ml ljós matarolía
 120 g sykur
 70 g púðursykur
 60 g dökkt súkkulaði (brætt)
 2 tsk. vanilludropar
 2 egg
 200 ml súrmjólk
 60 ml heitt uppáhellt kaffi
Rjómaostakrem og skraut
 180 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur
 2 tsk. vanilludropar
 ¼ tsk. salt
 2 msk. rjómi
 850 g flórsykur
 2-3 pokar Sour Patch Kids hlaupkarlar
 Marglitt kökuskraut

Leiðbeiningar

Bollakökur uppskrift
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Blandið hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.

3

Blandið næst smjöri, olíu, sykri,púðursykri saman í hrærivélarskálinni og hrærið á lágum hraða á meðan þið bætið síðan bræddu súkkulaði, vanilludropum, eggjum og súrmjólk saman við. Skafið niður á milli.

4

Setjið að lokum heitt kaffi í skálina og blandið því varlega saman við með sleif.

5

Setjið pappaform í álform og skiptið niður í 16-18 kökur.

6

Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.

7

Kælið alveg áður en þið setjið krem og skraut á kökurnar.

Rjómaostakrem og skraut
8

Þeytið smjör og rjómaost saman þar til orðið er létt og ljóst.

9

Bætið vanilludropum, salti og rjóma saman við og þeytið áfram.

10

Setjið síðan flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið niður á milli.

11

Setjið kremið í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1 M frá Wilton).

12

Sprautið vel af kremi upp í spíral og skreytið með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi.

Súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…