Print Options:








Súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi

Magn1 skammtur

Klassískar súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi, skreyttar með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi

Bollakökur uppskrift
 150 g hveiti
 50 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. lyftiduft
 1 tsk. matarsódi
 ¼ tsk. salt
 60 g smjör við stofuhita
 60 ml ljós matarolía
 120 g sykur
 70 g púðursykur
 60 g dökkt súkkulaði (brætt)
 2 tsk. vanilludropar
 2 egg
 200 ml súrmjólk
 60 ml heitt uppáhellt kaffi
Rjómaostakrem og skraut
 180 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur
 2 tsk. vanilludropar
 ¼ tsk. salt
 2 msk. rjómi
 850 g flórsykur
 2-3 pokar Sour Patch Kids hlaupkarlar
 Marglitt kökuskraut
Bollakökur uppskrift
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Blandið hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.

3

Blandið næst smjöri, olíu, sykri,púðursykri saman í hrærivélarskálinni og hrærið á lágum hraða á meðan þið bætið síðan bræddu súkkulaði, vanilludropum, eggjum og súrmjólk saman við. Skafið niður á milli.

4

Setjið að lokum heitt kaffi í skálina og blandið því varlega saman við með sleif.

5

Setjið pappaform í álform og skiptið niður í 16-18 kökur.

6

Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.

7

Kælið alveg áður en þið setjið krem og skraut á kökurnar.

Rjómaostakrem og skraut
8

Þeytið smjör og rjómaost saman þar til orðið er létt og ljóst.

9

Bætið vanilludropum, salti og rjóma saman við og þeytið áfram.

10

Setjið síðan flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið niður á milli.

11

Setjið kremið í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1 M frá Wilton).

12

Sprautið vel af kremi upp í spíral og skreytið með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi.