Lífrænir granólabitar með kókossmjöriLífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsírópi, kókos- og möndlusmjöri með döðlum og toppað með súkkulaði. Rapunzel kókos- & möndlusmjörið með döðlunum er tilvalið í bakstur og líka bara eitt og sér til að setja toppinn yfir i-ið.
Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöriÞað er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.
Vegan rjómalagað pastaVegan rjómalagað pasta með sveppum, sólþurrkuðum tómötum og stökkum smokey kókosflögum.
Djúsí og dökkar brownies með möndlu- & kókossmjöriÞessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út.
Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntuNú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni.
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaðiVið höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá.
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaðiÞessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel.
1 9 10 11 12 13 20