fbpx

Dýrðlegar appelsínu og súkkulaðibita smákökur í hollari kantinum

Þær eru stökkar að utan, frekar þungar í sér með mjúkri klístraðri miðju sem ég elska. Svo er súkkulaði og appelsínukeimur af þeim án þess að vera yfirþyrmandi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 gr fínt spelt
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 1/2 tsk fínt borðsalt
 50 gr haframjöl
 250 gr eða 1 krukka Rapunzel möndlukókós smjör (coconut and almond butter)
 50 gr kókósolía við stofuhita
 110 gr hrásykur frá Rapunzel
 80 gr Rapadura sykur frá Rapunzel
 2 egg
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk appelsínudropar (eru við hlið vanilludropa í t.d Hagkaup og Fjarðarkaup)
 80 gr Rapunzel appelsínusúkkulaði skorið smátt
 Börkur af 1 appelsínu (passa að raspa bara það appelsínugula en ekki hvíta undirlagið)

Leiðbeiningar

1

Hitið ofn á 180 C° blástur

2

Setjið í frekar smáa skál spelt, vínsteinslyftiduft, haframjöl og salt og hrærið saman

3

Setjið svo í hrærivélarskál möndlukókóssmjör, kókósolíu, og öllum sykrinum og hrærið með hræraranum (ekki þeytaranum) þar til ljóst og létt

4

Bætið þá röspuðum appelsínubörk, eggjum einu í einu, vanilludropum og appelsínudropum út í og hrærið áfram þar til er loftkennt ljóst og létt

5

Passið að stoppa aðeins á milli og skafa af köntunum í skálinni svo að það hrærist allt vel saman

6

Hafið svo hrærivélina í gangi og bætið speltblöndunni rólega út í þar til allt er rétt blandað saman, ekki ofhræra

7

Setjið svo appelsínu súkkulaðið út í skorið í litla ferninga og hrærið létt saman

8

Athugið að degið er frekar blautt en þétt í sér

9

Mótið svo kúlur frekar stórar úr vænni msk af deigi og setjið á bökunarplötu með smjörpappa, deigið dugar í c.a 19 kúlur

10

Bakið svo í 12-14 mínútur og takið út og kælið. Þær eru líka góðar heitar með vanilluískúlu ofan á


Uppskrift frá Maríu á paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 gr fínt spelt
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 1/2 tsk fínt borðsalt
 50 gr haframjöl
 250 gr eða 1 krukka Rapunzel möndlukókós smjör (coconut and almond butter)
 50 gr kókósolía við stofuhita
 110 gr hrásykur frá Rapunzel
 80 gr Rapadura sykur frá Rapunzel
 2 egg
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk appelsínudropar (eru við hlið vanilludropa í t.d Hagkaup og Fjarðarkaup)
 80 gr Rapunzel appelsínusúkkulaði skorið smátt
 Börkur af 1 appelsínu (passa að raspa bara það appelsínugula en ekki hvíta undirlagið)

Leiðbeiningar

1

Hitið ofn á 180 C° blástur

2

Setjið í frekar smáa skál spelt, vínsteinslyftiduft, haframjöl og salt og hrærið saman

3

Setjið svo í hrærivélarskál möndlukókóssmjör, kókósolíu, og öllum sykrinum og hrærið með hræraranum (ekki þeytaranum) þar til ljóst og létt

4

Bætið þá röspuðum appelsínubörk, eggjum einu í einu, vanilludropum og appelsínudropum út í og hrærið áfram þar til er loftkennt ljóst og létt

5

Passið að stoppa aðeins á milli og skafa af köntunum í skálinni svo að það hrærist allt vel saman

6

Hafið svo hrærivélina í gangi og bætið speltblöndunni rólega út í þar til allt er rétt blandað saman, ekki ofhræra

7

Setjið svo appelsínu súkkulaðið út í skorið í litla ferninga og hrærið létt saman

8

Athugið að degið er frekar blautt en þétt í sér

9

Mótið svo kúlur frekar stórar úr vænni msk af deigi og setjið á bökunarplötu með smjörpappa, deigið dugar í c.a 19 kúlur

10

Bakið svo í 12-14 mínútur og takið út og kælið. Þær eru líka góðar heitar með vanilluískúlu ofan á

Dýrðlegar appelsínu og súkkulaðibita smákökur í hollari kantinum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…