fbpx

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 msk olía til steikingar
 1 geiralaus hvítlaukur, saxaður
 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar
 3 tsk marokkósk kryddblanda
 1/2 græn paprika
 1/2 rauð paprika
 1 dós niðursoðnir tómatar frá Rapunzel
 1 bolli rauðar linsubaunir frá Rapunzel
 2 1/2 bolli grænmetissoð eða vatn + 2 tsk grænmetiskraftur
 200g fetaostur, olían síuð frá
Marokkósk kryddblanda
 4 tsk paprikuduft
 4 tsk cumin (broddkúmen)
 2 tsk kanill
 1 tsk engifer
 1 tsk negull
 2 tsk svartur pipar malaður
 1 tsk salt
 1/2 cayenne pipar
 3 tsk púðursykur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að gera kryddblönduna, setjið hana til hliðar

2

Skerið lauk og hvítlauk, setjið olíu á pönnu og stráið 3 tsk af kryddblöndunni yfir. Steikið á vægum hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

3

Bætið þá paprikunni saman við og steikið áfram í 2-3 mín. Bætið við tómötunum og látið malla áfram í smástund.

4

Setjið linsubaunir og grænmetissoðið saman við og látið malla á vægum hita í 20 mín. Setjið þá fetaostinn saman við og látið malla á vægum hita í 5 mín.

5

Berið fram með kínóa eða kúskús og góðu flatbrauði.

Marokkósk kryddblanda
6

Blandið öllu saman í skál. Geymið afganginn í loftþéttum umbúðum.


Uppskrift frá Völlu á GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 msk olía til steikingar
 1 geiralaus hvítlaukur, saxaður
 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar
 3 tsk marokkósk kryddblanda
 1/2 græn paprika
 1/2 rauð paprika
 1 dós niðursoðnir tómatar frá Rapunzel
 1 bolli rauðar linsubaunir frá Rapunzel
 2 1/2 bolli grænmetissoð eða vatn + 2 tsk grænmetiskraftur
 200g fetaostur, olían síuð frá
Marokkósk kryddblanda
 4 tsk paprikuduft
 4 tsk cumin (broddkúmen)
 2 tsk kanill
 1 tsk engifer
 1 tsk negull
 2 tsk svartur pipar malaður
 1 tsk salt
 1/2 cayenne pipar
 3 tsk púðursykur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að gera kryddblönduna, setjið hana til hliðar

2

Skerið lauk og hvítlauk, setjið olíu á pönnu og stráið 3 tsk af kryddblöndunni yfir. Steikið á vægum hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

3

Bætið þá paprikunni saman við og steikið áfram í 2-3 mín. Bætið við tómötunum og látið malla áfram í smástund.

4

Setjið linsubaunir og grænmetissoðið saman við og látið malla á vægum hita í 20 mín. Setjið þá fetaostinn saman við og látið malla á vægum hita í 5 mín.

5

Berið fram með kínóa eða kúskús og góðu flatbrauði.

Marokkósk kryddblanda
6

Blandið öllu saman í skál. Geymið afganginn í loftþéttum umbúðum.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.