fbpx

Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntu

Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 dl vatn
 100g myntusúkkulaði frá Rapunzel
 2 dl lífræn haframjólk frá Oatly
 1 dl Oatly imat hafrarjómi
 (0,5 dl Oatly imat hafrarjómi freyddur til að toppa með)
 Rifið 70% súkkulaði til skreytingar

Leiðbeiningar

1

Setjið vatn í pott og brjótið súkkulaðið út í. Hitið þar til súkkulaðið er bráðið og hrærið stöðugt í.

2

Setjið haframjólk og hafrarjóma saman við og hitið að suðu.

3

Ef vill er hægt að freyða hafrarjóma og setja ofan á og skreyta með rifnu súkkulaði.

4

Njótið helst í skítakulda og trekki!


Uppskrift eftir Völlu.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 dl vatn
 100g myntusúkkulaði frá Rapunzel
 2 dl lífræn haframjólk frá Oatly
 1 dl Oatly imat hafrarjómi
 (0,5 dl Oatly imat hafrarjómi freyddur til að toppa með)
 Rifið 70% súkkulaði til skreytingar

Leiðbeiningar

1

Setjið vatn í pott og brjótið súkkulaðið út í. Hitið þar til súkkulaðið er bráðið og hrærið stöðugt í.

2

Setjið haframjólk og hafrarjóma saman við og hitið að suðu.

3

Ef vill er hægt að freyða hafrarjóma og setja ofan á og skreyta með rifnu súkkulaði.

4

Njótið helst í skítakulda og trekki!

Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
HindberjakokteillÞetta er sumardrykkurinn í ár! Einfaldur og bragðgóður með ljúffengri froðu og hindberjabragði. Hann inniheldur Cointreau, fersk hindber, lime, eggjahvítu,…