Sannkölluð Indversk matarveisla

    

janúar 15, 2021

Kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums.

Hráefni

Kjúklingur

8 Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri

Patak’s Korma sósa

Kjúklingabaunir í Garam Masala

1 msk Filippo Berio ólífuolía

1 dós Rapunzel kjúklingabaunir

½ rauðlaukur

¼ tsk túrmerik

½ tsk maukað engifer frá Blue Dragon

1 tsk maukaður hvítlaukur frá Blue Dragon

2 msk Patak’s Garam Masala Spice paste

1 dós hakkaðir tómatar

½ dl vatn

Kókosmjólkur hrísgrjón

200 g brún hrísgrjón

1 dós Blue Dragon kókosmjólk

1 dl vatn

Pappadums

1 pakki ósteikt pappadums

1-2 dl olía (fer eftir stærð pönnunnar)

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

2Steikið úrbeinuðu kjúklingalærin á pönnu þar til þau eru lokuð en ekki elduð í gegn. Hellið sósunni út á pönnunna og bakið inn í ofni þar til þau eru full elduð (ca. 20 min)

3Útbúið hrísgrjónin með því að setja þau í pott ásamt kókosmjólk og vatni, sjóðið þar til tilbúin og allur vökvi hefur gufað upp.

4Setjið olíu á pönnu og hellið kjúklingabaununum út á pönnuna. Skerið rauðlauk smátt niður og bætið út á pönnuna. Því næst kryddiði með túrmeriki, engifer mauki, hvítlauks mauki og Garam masala mauki, blandið öllu vel saman. Setjið tómatana og smá vatn á pönnuna og leyfið að malla í rólegheitum þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

5Steikið Pappadums með því að taka frekar litla pönnu, hellið olíu á pönnuna þannig að olían er ca 1 cm djúp. Þegar olían er orðin heit setjið eitt blað af Pappadums á pönnuna í einu. Haldið því niðri í olíunni í 3-5 sek með spaða svo það krullist ekki upp, takið svo töng og snúið því við, steikjið í ca 3-5 sek á hinni hliðinni og leggið svo á eldhúspappír til að fjarlægja auka olíuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.