fbpx

BBQ chilli kjúllaleggir

Þessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má hafa franskar, PikNik, hvítlauksbrauð eða annað með þeim en mikið sem þeir eru góðir einir og sér, bæði heitir og kaldir!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1,5 kg kjúklingaleggir
 Kjúklingakrydd/steikarkrydd
 Heinz BBQ chilli sósa (um ½ flaska)
 Sesamfræ
 Kóríander

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn eða grillið í um 190°C.

2

Kryddið leggina vel allan hringinn og raðið á ofngrind (með skúffu undir) eða á grillið.

3

Eldið/grillið í um 30 mínútur og berið þá væna umferð af BBQ sósu á leggina og eldið í um fimm mínútur til viðbótar. Munið að snúa leggjunum ef þeir eru á grillinu.

4

Þegar leggirnir eru tilbúnir má raða þeim í fat og bera aðra góða umferð af BBQ sósu á þá og strá smá sesamfræjum og kóríander yfir til skrauts.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1,5 kg kjúklingaleggir
 Kjúklingakrydd/steikarkrydd
 Heinz BBQ chilli sósa (um ½ flaska)
 Sesamfræ
 Kóríander

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn eða grillið í um 190°C.

2

Kryddið leggina vel allan hringinn og raðið á ofngrind (með skúffu undir) eða á grillið.

3

Eldið/grillið í um 30 mínútur og berið þá væna umferð af BBQ sósu á leggina og eldið í um fimm mínútur til viðbótar. Munið að snúa leggjunum ef þeir eru á grillinu.

4

Þegar leggirnir eru tilbúnir má raða þeim í fat og bera aðra góða umferð af BBQ sósu á þá og strá smá sesamfræjum og kóríander yfir til skrauts.

BBQ chilli kjúllaleggir

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…