Samlokur

Kalkúna klúbbsamlokaKlúbbsamloka er eitthvað sem allir elska! Kalkúnn, beikon og majónes borið fram með Stellu.
SilungssneiðarÞað þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn. Það tekur enga stund að smella í þessa dásemd og til þess að flýta enn frekar fyrir getið þið keypt niðurskorinn silung/lax. Rjómaostur með lauk fullkomnar þetta síðan allt saman!
Ofurgott taco með andaconfitÉg segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
Tikka masala vefjurHér kemur uppskrift að vefjum með osti og kjúklingi í Tikka masala sósu bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney sósu og fersku salati.
Þegar þú blikkar kjúklingasamlokanÞessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Hamborgaravefja BBQGómsæt vefja með mini hamborgurum og BBQ sósu sem er snilld að gera í útilegunni.
Picnic tortillarúllurLjúffengar tortillarúllur sem eru frábærar fyrir lautarferðina eða sem nesti á ferðalögum sumarsins.
1 2 3 4 6