fbpx

Þegar þú blikkar kjúklingasamlokan

Þessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur og marinering
 4 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk laukduft
 1 tsk paprika
 1 tsk chili
 1 tsk pipar
 5 msk gróft hnetusmjör frá Rapunzel
 250 ml súrmjólk
DJúpsteiking og hjúpur
 2 bollar hveiti
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk laukduft
 1 tsk paprika
 1 tsk chili
 1 tsk pipar
 2 l olía til djúpsteikingar
Annað
 4 stk hamborgarabrauð
 50 g smjör
 0,50 stk haus af rauðkáli
Hvítlaukssósa
 1 dl Heinz majónes
 0,50 dl sýrður rjómi
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk steinselja
Chili gljái
 1 dl hlynsíróp frá Rapunzel
 2 msk Tabasco sósa
 1 tsk cayenne pipar
 1 msk bráðið smjör

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Í stórri skál kryddið kjúklingabringurnar og bætið hnetusmjörinu út í.

2

Hellið súrmjólk yfir þar til hún þekur allan kjúklinginn og blandið vel. Leyfið svo að marínerast í ísskáp í lágmark 60 mín en helst 4-12 tíma.

3

Í stórt fat setið nóg af hveiti til að þekkja kjúklinginn eða 1 til 2 bolla. Kryddið hveitið og hrærið vel saman.

4

Takið kjúklinginn út og veltið honum upp úr hveitinu þar til hann er þakinn.

5

Hitið 1-2 L af olíu í stórum potti upp í 175°C.

6

Hristið allt auka hveitið af kjúklingum og leggið mjög varlega í olíuna. Snúið einu sinni á meðan eldun stendur og steikið í 8-12 mínútur.

7

Takið bringurnar úr þegar þær eru gullbrúnar og eldaðar í gegn, leggið þær á eldhúspappír til að þurrka auka olíu.

8

Toppið með sneiðum af danbo osti meðan þær eru enn heitar til að létt bræða ostinn.

9

Einnig er hægt að elda kjúklinginn í 200°C blástursofni í 20-35 mín.

Hvítlaukssósa
10

Í skál blandið saman Heinz majónesi, sýrðum rjómi, hvítlauksdufti og steinselju.

Chili gljái
11

Í skál blandið saman Rapunzel hlynsírópi, Tabasco sósu, cayenne og smjöri.

Samloka
12

Smyrjið skornum hliðarnar á hamborgarbrauði með smjör og ristið á miðlungs heitri pönnu þar til þær eru gullbrúnar.

13

Raðið saman samlokunni í eftirfarandi röð: hvítlaukssósa, rauðkáli og kjúklingabringa. Toppið svo kjúklinginn með chili gljáanum og lokið samlokunni.


DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingur og marinering
 4 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk laukduft
 1 tsk paprika
 1 tsk chili
 1 tsk pipar
 5 msk gróft hnetusmjör frá Rapunzel
 250 ml súrmjólk
DJúpsteiking og hjúpur
 2 bollar hveiti
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk laukduft
 1 tsk paprika
 1 tsk chili
 1 tsk pipar
 2 l olía til djúpsteikingar
Annað
 4 stk hamborgarabrauð
 50 g smjör
 0,50 stk haus af rauðkáli
Hvítlaukssósa
 1 dl Heinz majónes
 0,50 dl sýrður rjómi
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk steinselja
Chili gljái
 1 dl hlynsíróp frá Rapunzel
 2 msk Tabasco sósa
 1 tsk cayenne pipar
 1 msk bráðið smjör

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Í stórri skál kryddið kjúklingabringurnar og bætið hnetusmjörinu út í.

2

Hellið súrmjólk yfir þar til hún þekur allan kjúklinginn og blandið vel. Leyfið svo að marínerast í ísskáp í lágmark 60 mín en helst 4-12 tíma.

3

Í stórt fat setið nóg af hveiti til að þekkja kjúklinginn eða 1 til 2 bolla. Kryddið hveitið og hrærið vel saman.

4

Takið kjúklinginn út og veltið honum upp úr hveitinu þar til hann er þakinn.

5

Hitið 1-2 L af olíu í stórum potti upp í 175°C.

6

Hristið allt auka hveitið af kjúklingum og leggið mjög varlega í olíuna. Snúið einu sinni á meðan eldun stendur og steikið í 8-12 mínútur.

7

Takið bringurnar úr þegar þær eru gullbrúnar og eldaðar í gegn, leggið þær á eldhúspappír til að þurrka auka olíu.

8

Toppið með sneiðum af danbo osti meðan þær eru enn heitar til að létt bræða ostinn.

9

Einnig er hægt að elda kjúklinginn í 200°C blástursofni í 20-35 mín.

Hvítlaukssósa
10

Í skál blandið saman Heinz majónesi, sýrðum rjómi, hvítlauksdufti og steinselju.

Chili gljái
11

Í skál blandið saman Rapunzel hlynsírópi, Tabasco sósu, cayenne og smjöri.

Samloka
12

Smyrjið skornum hliðarnar á hamborgarbrauði með smjör og ristið á miðlungs heitri pönnu þar til þær eru gullbrúnar.

13

Raðið saman samlokunni í eftirfarandi röð: hvítlaukssósa, rauðkáli og kjúklingabringa. Toppið svo kjúklinginn með chili gljáanum og lokið samlokunni.

Þegar þú blikkar kjúklingasamlokan

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…