Þessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Í stórri skál kryddið kjúklingabringurnar og bætið hnetusmjörinu út í.
Hellið súrmjólk yfir þar til hún þekur allan kjúklinginn og blandið vel. Leyfið svo að marínerast í ísskáp í lágmark 60 mín en helst 4-12 tíma.
Í stórt fat setið nóg af hveiti til að þekkja kjúklinginn eða 1 til 2 bolla. Kryddið hveitið og hrærið vel saman.
Takið kjúklinginn út og veltið honum upp úr hveitinu þar til hann er þakinn.
Hitið 1-2 L af olíu í stórum potti upp í 175°C.
Hristið allt auka hveitið af kjúklingum og leggið mjög varlega í olíuna. Snúið einu sinni á meðan eldun stendur og steikið í 8-12 mínútur.
Takið bringurnar úr þegar þær eru gullbrúnar og eldaðar í gegn, leggið þær á eldhúspappír til að þurrka auka olíu.
Toppið með sneiðum af danbo osti meðan þær eru enn heitar til að létt bræða ostinn.
Einnig er hægt að elda kjúklinginn í 200°C blástursofni í 20-35 mín.
Í skál blandið saman Heinz majónesi, sýrðum rjómi, hvítlauksdufti og steinselju.
Í skál blandið saman Rapunzel hlynsírópi, Tabasco sósu, cayenne og smjöri.
Smyrjið skornum hliðarnar á hamborgarbrauði með smjör og ristið á miðlungs heitri pönnu þar til þær eru gullbrúnar.
Raðið saman samlokunni í eftirfarandi röð: hvítlaukssósa, rauðkáli og kjúklingabringa. Toppið svo kjúklinginn með chili gljáanum og lokið samlokunni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Í stórri skál kryddið kjúklingabringurnar og bætið hnetusmjörinu út í.
Hellið súrmjólk yfir þar til hún þekur allan kjúklinginn og blandið vel. Leyfið svo að marínerast í ísskáp í lágmark 60 mín en helst 4-12 tíma.
Í stórt fat setið nóg af hveiti til að þekkja kjúklinginn eða 1 til 2 bolla. Kryddið hveitið og hrærið vel saman.
Takið kjúklinginn út og veltið honum upp úr hveitinu þar til hann er þakinn.
Hitið 1-2 L af olíu í stórum potti upp í 175°C.
Hristið allt auka hveitið af kjúklingum og leggið mjög varlega í olíuna. Snúið einu sinni á meðan eldun stendur og steikið í 8-12 mínútur.
Takið bringurnar úr þegar þær eru gullbrúnar og eldaðar í gegn, leggið þær á eldhúspappír til að þurrka auka olíu.
Toppið með sneiðum af danbo osti meðan þær eru enn heitar til að létt bræða ostinn.
Einnig er hægt að elda kjúklinginn í 200°C blástursofni í 20-35 mín.
Í skál blandið saman Heinz majónesi, sýrðum rjómi, hvítlauksdufti og steinselju.
Í skál blandið saman Rapunzel hlynsírópi, Tabasco sósu, cayenne og smjöri.
Smyrjið skornum hliðarnar á hamborgarbrauði með smjör og ristið á miðlungs heitri pönnu þar til þær eru gullbrúnar.
Raðið saman samlokunni í eftirfarandi röð: hvítlaukssósa, rauðkáli og kjúklingabringa. Toppið svo kjúklinginn með chili gljáanum og lokið samlokunni.