Skinkusnúðar með rjómaostafyllingu

  ,   

apríl 9, 2021

Mjúkir skinkusnúðar með rjómaosti og skinku.

  • Fyrir: 20 stk

Hráefni

Snúðar

5 dl vatn

1 bréf þurrger

1 tsk hunang

3 msk ólífuolía

2 tsk salt

700 g hveiti

Rjómaostafylling

200 g Philadelphia rjómaostur

2 tsk dijon sinnep

200 g skinka

salt og pipar

Leiðbeiningar

Snúðar

1Setjið ger í fingurvolgt vatn. Látið hin hráefnin í skál ásamt gervatninu og hnoðið.

2Látið hefast með rökum klút yfir skálinni í að minnsta kosti 30 mínútur.

3Látið á hveitistráð borð, hnoðið og fletjið út í ca. 55 x 35 cm.

4Smyrjið með rjómaostblöndunni og stráið skinkustrimlum yfir.

5Leggið styttri hlutann yfir hinn og skerið niður í 2-3 cm sneiðar.

6Gerið hnút og snúið upp á hvern strimil.

7Látið á bökunarplötu og látið hefast í um 20 mínútur.

8Bakið í 200°c heitum ofni í 20 mínútur.

Rjómaostafylling

1Setjið hráefnin saman í skál og blandið vel saman.

2Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Hamborgaravefja BBQ

Gómsæt vefja með mini hamborgurum og BBQ sósu sem er snilld að gera í útilegunni.

Picnic tortillarúllur

Ljúffengar tortillarúllur sem eru frábærar fyrir lautarferðina eða sem nesti á ferðalögum sumarsins.

Vegan Mexico Platti

Alveg fáránlega einfaldur og tilvalinn fyrir hvaða hitting sem er.