Kjúklingaréttir

Quesadilla hringurFylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauðiIndverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga deigið, útbúa hvítlaukssmjör og steikja brauðin á pönnukökupönnu.
Buffaló fröllurÉg hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!
Kjúklingasúpa saumaklúbbsinsÞessi súpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir hittinga en við fjölskyldan gerum hana þó reglulega bara fyrir okkur og þá dugar hún í tvo daga.
Kjúklingur í karrí og KókosAfar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!
Gómsæt og krönsi vefjaInnblásturinn að uppskriftinni er Crunchwrap sem fæst á Taco bell. Crunchwrap er stór tortilla sem er fyllt með allskonar góðgæti. Henni er svo pakkað saman í böku og steikt á pönnu.
1 3 4 5 6 7 19