Þessi súpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir hittinga en við fjölskyldan gerum hana þó reglulega bara fyrir okkur og þá dugar hún í tvo daga.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar, leggið til hliðar á disk á meðan annað er útbúið.
Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga.
Skerið papriku í strimla ásamt blaðlauk og saxið bæði chili og hvítlauk.
Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu og karrý þar til það byrjar að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
Hellið þá rjóma, rjómaosti, chilisósum og vatni saman við og blandið þar til kekkjalaust.
Setjið sætar kartöflur, rósmarín og kjúklingakraft í pottinn og smakkið til með salti, pipar og cheyenne pipar.
Leyfið að malla í 30-45 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar í gegn. Hellið þá kjúklingnum saman við og hitið áfram stutta stund.
Berið fram með góðu naan brauði.
Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar, leggið til hliðar á disk á meðan annað er útbúið.
Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga.
Skerið papriku í strimla ásamt blaðlauk og saxið bæði chili og hvítlauk.
Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu og karrý þar til það byrjar að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
Hellið þá rjóma, rjómaosti, chilisósum og vatni saman við og blandið þar til kekkjalaust.
Setjið sætar kartöflur, rósmarín og kjúklingakraft í pottinn og smakkið til með salti, pipar og cheyenne pipar.
Leyfið að malla í 30-45 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar í gegn. Hellið þá kjúklingnum saman við og hitið áfram stutta stund.
Berið fram með góðu naan brauði.