Brie kjúklingur með stökkri parmaskinku

    

apríl 28, 2021

Parma­skink­an og brieost­ur­inn með kjúk­lingn­um er blanda sem get­ur ekki klikkað!

  • Fyrir: 4

Hráefni

4 kjúk­linga­bring­ur frá Rose Poul­try

8 sneiðar PARMA-parma­skinka

1 brieost­ur

8 msk. sweet chili-sósa frá Blue Dragon

1 box kirsu­berjatóm­at­ar

salt og pip­ar

kletta­sal­at

Leiðbeiningar

1Skerið tómatana í tvennt og látið í ofnfast mót, með sárið upp. Dreypið smá ólífuolíu yfir þá og saltið og piprið. Eldið í 15-20 mínútur við 190°c hita eða þar til þeir eru farnir að mýkjast.

2Látið parmaskinku inn í ofn og eldið hana þar til hún er orðin stökk.

3Skerið kjúklingabringurnar í tvennt þannig að þær verði þynnri. Setjið olíu á pönnu og steikið á báðum hliðum í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið.

4Látið kjúklinginn í ofnfastmót. Skerið ostinn og látið yfir kjúklinginn. Setjið inn í ofn þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn bráðinn.

5Látið klettasalat á disk, tómata og kjúkling. Setjið 2-3 msk af sweet chilí sósu yfir kjúklinginn og leggið stökka parmaskinkuna yfir allt.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.