fbpx

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
 Salt og pipar
 Ólífuolía til steikingar
 3-4 msk grænt karrý frá Blue Dragon
 1 msk rifinn engifer
 2 hvítlauksrif, rifin eða kramin
 6 vorlaukar, smátt skornir
 3 dl sykurbaunir
 4-5 dl brokkólí
 12-14 stk baby corn (lítill maís)
 1 dós kókosmjólk frá Blue Dragon
Toppa með
 Vorlauk
 Kóríander
 Chili
 Radísuspírum (eða öðrum spírum)
Bera fram með
 Hrísgrjónum frá Tilda Basmati

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikja í potti eða á pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

2

Skerið vorlauk smátt. Skerið sykurbaunir, brokkólí og baby corn í minni bita.

3

Steikjið vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr ólífuolíu.

4

Blandið grænu karrý saman við.

5

Bætið grænmetinu saman við og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.

6

Blandið kókosmjólkinni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur.

7

Toppið með vorlauk, radísuspírum, chili sneiðum og kóríander.

8

Berið fram með hrísgrjónum og njótið.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
 Salt og pipar
 Ólífuolía til steikingar
 3-4 msk grænt karrý frá Blue Dragon
 1 msk rifinn engifer
 2 hvítlauksrif, rifin eða kramin
 6 vorlaukar, smátt skornir
 3 dl sykurbaunir
 4-5 dl brokkólí
 12-14 stk baby corn (lítill maís)
 1 dós kókosmjólk frá Blue Dragon
Toppa með
 Vorlauk
 Kóríander
 Chili
 Radísuspírum (eða öðrum spírum)
Bera fram með
 Hrísgrjónum frá Tilda Basmati

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikja í potti eða á pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

2

Skerið vorlauk smátt. Skerið sykurbaunir, brokkólí og baby corn í minni bita.

3

Steikjið vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr ólífuolíu.

4

Blandið grænu karrý saman við.

5

Bætið grænmetinu saman við og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.

6

Blandið kókosmjólkinni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur.

7

Toppið með vorlauk, radísuspírum, chili sneiðum og kóríander.

8

Berið fram með hrísgrjónum og njótið.

Kjúklingur í grænu karrý

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…