Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði

    

maí 17, 2021

Mildur og bragðgóður réttur sem hentar öllum.

Hráefni

3 stórar kjúklingabringur

1 lítill laukur skorinn í sneiðar

salt og pipar

1 krukka Butter Chicken sósa frá Patak's

1 tsk smjör

1 tsk kókosolía

1 bolli villihrísgrjón frá Rapunzel

2,5 bolli vatn

1/2 tsk salt

Heimagert naan brauð með hvítlaukssmjöri

4 dl brauðhveiti + auka til að hnoða upp úr og fletja út

1 msk sykur

1 tsk ger

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 dl hrein jógúrt

1 dl volgt vatn

2 msk ólífuolía

Hvítlaukssmjör

75g smjör

1 hvítlauksgeiri marinn

1/4 tsk salt

1 tsk þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

1Skerið lauk í sneiðar og steikið við miðlungshita.

2Skerið kjúklingabringurnar í frekar stóra bita og brúnið á pönnunni með lauknum. Saltið og piprið eftir smekk.

3Hellið sósunni yfir og látið kjúklinginn malla þar til hann er gegnumsteiktur.

4Dreifið ferskum kóríander yfir ef vill.

5Hrísgrjón: Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá niður í lægsta hita. Sjóðið í 45 mín, varist að hræra í grjónunum á meðan, þau verða mjög klesst við það.

Heimagert naan brauð með hvítlaukssmjöri

1Blandið saman þurrefnum. Bætið síðan blautefnum við og hnoðið í nokkrar mín þar til deigið verður samfellt og loðir ekki við hendurnar.

2Látið hefast í 40 mín.

3Klípið þá deig sem er eins og ca. golfkúla, fletjið út og steikið á pönnukökupönnu báðar hliðar.

4Takið brauðið af pönnunni og penslið hvítlaukssmjöri yfir.

Hvítlaukssmjör

1Bræðið smjör í potti ásamt hvítlauk.

2Bætið kryddi við.

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.